Lífið

Robin Williams vildi leika í Harry Potter

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Robin Williams lést í ágúst árið 2014.
Robin Williams lést í ágúst árið 2014. Vísir/Getty
Grínleikarinn ástsæli Robin Williams sóttist eftir því að leika ljúfa risann Hagrid í kvikmyndunum um Harry Potter. Þetta segir Janet Hirshenson, sem sá um leikaraval fyrir myndirnar, í viðtali við Huffington Post. 

Hún segir hann hafa hringt í Christopher Columbus, leikstjóra fyrstu kvikmyndarinnar, og óskað eftir hlutverkinu.

„Hann vildi mjög gjarnan fara með hlutverk í myndunum, en það var ákveðið að eingöngu breskir leikarar kæmu til greina," sagði Hirshenson. „Þegar Robin hafði fengið neitun var enginn annar að fara að fá undantekningu, það er klárt. Það hefði ekki verið hægt."

Að endingu fór Robbie Coltraine með hlutverk Hagrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×