Lífið

Dagur B. birtist óvænt í Föngum á RÚV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gengur rösklega yfir Skólavörðustíginn.
Gengur rösklega yfir Skólavörðustíginn.
Fangar hófu göngu sína á RÚV í gærkvöldi en um er að ræða nýja þáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar en hann skrifaði einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur.

Fyrsti þátturinn virtist fara vel í landann ef marka má viðbrögðin á Twitter en með helstu hlutverk í Föngum fara Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir.

Sagan segir frá Lindu en hún endar í kvennafangelsinu í Kópavogi eftir að hafa verið dæmd fyrir líkamsárás á föður sinn sem er þekktur maður í viðskiptalífinu. Aðeins hluti sögunnar gerist í fangelsinu en um er að ræða fjölskyldudrama með fókus á konur sem teygir anga sína víða um íslenskt samfélag. Allt ofan úr Alþingi og niður í áðurnefnt kvennafangelsi.

Skemmtilegt myndbrot birtist í fyrsta þættinum í gær en þegar akkúrat 15:40 mínútur eru liðnar af þættinum gengur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, yfir Skólavörðustíginn. Útilokað að um annan mann sé að ræða, það þekkja allir þetta hár og göngulag eins og sjá mér hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×