Lífið

„Alla dreymir um að eiga geit“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir Karlsson er með þáttinn Dýraspítalann á Stöð 2.
Heimir Karlsson er með þáttinn Dýraspítalann á Stöð 2.

Þriðja þáttaröðin af Dýraspítalanum í umsjón Heimis Karlssonar er farin í loftið á Stöð 2.

„Við byrjuðum með þetta fyrir fimm sex árum og gerðum tvær þáttaraðir. Mér skilst að það hafi verið mikið horft á þetta á Stöð 2+ og margir hafa verið að biðja um hann aftur á dagskrá,“ segir Heimir í íslandi í dag í vikunni.

„Við létum bara slag standa og höfum gert átta þætti núna. Í staðinn fyrir að fara í húsdýr núna þá erum við meira svona í gæludýrunum.“

Hann segist sjálfur vera ofboðslega hrifinn af dýrum.

„Alla dreymir um að eiga geit,“ segir Heimur og þá tók Sindri Sindrason strax orðið og sagði: „Nei?“

„Hvað meinar þú?,“ sagði Sindri.

„Geitur elska fólk. Þær eru svona eins og hundar og kettir. Þær vilja vera með okkur og tala við okkur og ég held ég fái mér einn daginn geit.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×