Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 22:36 Tryggvi Rafnsson í hlutverki Guðna Th. ásamt Jóni Gnarr, leikstjóra Skaupsins. Aðsend mynd Tryggvi Rafnsson lék forseta Íslands í Áramótaskaupinu og segir að einlægnin hafi verið skemmtilegast að túlka í fari Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hann segir að það hafi verið erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og vandamönnum en hann hafi einungis fengið góð viðbrögð eftir leik sinn í Skaupinu. Þá sendi Guðni Th. honum sjálfur kveðju í kvöld og hrósaði honum fyrir túlkun sína. Tryggvi segir í samtali við Vísi að hann hafi lengi verið með nýja forsetann í maganum en honum var bent á líkindi þeirra tveggja strax á kosninganóttinni þann 25. júní 2016 þegar Guðni var kjörinn. „Félagi minn setti þetta fyrst á Facebook vegginn minn og svo varð þetta að umræðu í fjölskyldunni og vinahópnum“ segir Tryggvi sem segir að þá hafi hann farið að taka sérstaklega eftir fasi forsetans.Einlægnin það sem gaman er að leika eftir„Hann er með svona ákveðin einkenni sem maður tekur upp. Til að mynda hvernig hann talar, hann greinilega vandar sig í öllu sem hann gerir en er samt svo meðvitaður um það að hann muni einhvern tímann gera mistök og er þá fyrsti maðurinn til að hlæja að því“ segir Tryggvi sem tók sérstaklega eftir einlægri framkomu forsetans. „Það er svo gaman að leika eftir þessa einlægni. Hann er ekkert að fela sína galla frekar en kosti og er hann sjálfur 100 prósent. Það er gaman að fá að leika svoleiðis mann.“Erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu eftir að hafa rakað háriðAðspurður um það hvort hann sé ekki sáttur með að hafa gulltryggt sér hlutverk í Skaupinu að minnsta kosti næstu þrjú árin er Tryggvi léttur í bragði og svarar því játandi og segist vera algjörlega á móti því að seta forseta á valdastóli verði takmörkuð. Tryggvi segir að erfitt hafi verið að leyna nýja hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu vikurnar áður en Skaupið var sýnt. „Ég var náttúrulega búinn að vera með mínar lambakrullur alla mína ævi og svo allt í einu mæti ég bara í jólaboðin í desember næstum því nauðasköllóttur eins og forsetinn sjálfur. Maður reyndi bara að beina umræðunni eitthvað annað“ segir Tryggvi en hann er afar ánægður með leikstjórann Jón Gnarr og samstarfið við hann.Fékk kveðju frá GuðnaTryggvi segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki. Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið“ segir Tryggvi sem segir ekki fræðilegan möguleika á því að hann komist yfir öll skilaboðin sem hann hafi fengið. Í kvöld fékk Tryggvi svo kveðju frá forsetanum sjálfum þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í Áramótaskaupinu og því nokkuð ljóst að forsetinn var sáttur með túlkun Tryggva. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Tryggvi Rafnsson lék forseta Íslands í Áramótaskaupinu og segir að einlægnin hafi verið skemmtilegast að túlka í fari Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hann segir að það hafi verið erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og vandamönnum en hann hafi einungis fengið góð viðbrögð eftir leik sinn í Skaupinu. Þá sendi Guðni Th. honum sjálfur kveðju í kvöld og hrósaði honum fyrir túlkun sína. Tryggvi segir í samtali við Vísi að hann hafi lengi verið með nýja forsetann í maganum en honum var bent á líkindi þeirra tveggja strax á kosninganóttinni þann 25. júní 2016 þegar Guðni var kjörinn. „Félagi minn setti þetta fyrst á Facebook vegginn minn og svo varð þetta að umræðu í fjölskyldunni og vinahópnum“ segir Tryggvi sem segir að þá hafi hann farið að taka sérstaklega eftir fasi forsetans.Einlægnin það sem gaman er að leika eftir„Hann er með svona ákveðin einkenni sem maður tekur upp. Til að mynda hvernig hann talar, hann greinilega vandar sig í öllu sem hann gerir en er samt svo meðvitaður um það að hann muni einhvern tímann gera mistök og er þá fyrsti maðurinn til að hlæja að því“ segir Tryggvi sem tók sérstaklega eftir einlægri framkomu forsetans. „Það er svo gaman að leika eftir þessa einlægni. Hann er ekkert að fela sína galla frekar en kosti og er hann sjálfur 100 prósent. Það er gaman að fá að leika svoleiðis mann.“Erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu eftir að hafa rakað háriðAðspurður um það hvort hann sé ekki sáttur með að hafa gulltryggt sér hlutverk í Skaupinu að minnsta kosti næstu þrjú árin er Tryggvi léttur í bragði og svarar því játandi og segist vera algjörlega á móti því að seta forseta á valdastóli verði takmörkuð. Tryggvi segir að erfitt hafi verið að leyna nýja hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu vikurnar áður en Skaupið var sýnt. „Ég var náttúrulega búinn að vera með mínar lambakrullur alla mína ævi og svo allt í einu mæti ég bara í jólaboðin í desember næstum því nauðasköllóttur eins og forsetinn sjálfur. Maður reyndi bara að beina umræðunni eitthvað annað“ segir Tryggvi en hann er afar ánægður með leikstjórann Jón Gnarr og samstarfið við hann.Fékk kveðju frá GuðnaTryggvi segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki. Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið“ segir Tryggvi sem segir ekki fræðilegan möguleika á því að hann komist yfir öll skilaboðin sem hann hafi fengið. Í kvöld fékk Tryggvi svo kveðju frá forsetanum sjálfum þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í Áramótaskaupinu og því nokkuð ljóst að forsetinn var sáttur með túlkun Tryggva.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira