Bjarki Már: Get ekki verið ánægður með þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 18:46 Filip Taleski sækir að Bjarka Má í kvöld. Vísir/Getty Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik fyrir Ísland gegn Makedóníu en það dugði bara til jafnteflis í dag. Úrslitin þýða að Ísland endar í fjórða sæti síns riðils á HM í handbolta og mætir Frökkum í 16-liða úrslitum. „Þetta var algjör rússibani og ég er ótrúlega svekktur. En við erum komnir áfram í 16-liða úrslitin. Mér finnst samt að við hefðum átt að klára þennan leik. Við hættum að sækja og fórum á tempóið þeirra. Þar eru þeir bara betri,“ sagði Bjarki Már sem átti fínan dag í vörninni. Hann segir að takturinn hafi ekki verið nógu góður, hvorki í vörn né sókn. „Ég hefði viljað vinna fleiri bolta, það er alveg klárt. Við náðum einhverjum en ég bara get ekki verið ánægður með þessa niðurstöðu.“ Makedónía spilaði oft með aukamann á línu í kvöld og Bjarki segir að það hafi verið „hrikalega gaman“ að takast á við það. „Þetta eru menn í minni þyngd og það er gaman að taka á þeim. Þeir hentu sér mikið í golfið en það var gaman að slást við þá.“ Hann segist vera ágætlega ánægður með sinn þátt. „Ég á eftir að skoða þetta betur, ég er svolítið hátt uppi og get ekki metið það núna.“ Næst mætir Íslandi liði Frakka í Lille en það verður spilað fyrir troðfullri höll þar. „Það verður bara að gaman að spila gegn besta liði í heimi í fullri höll. Við eigum eftir að njóta þess.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik fyrir Ísland gegn Makedóníu en það dugði bara til jafnteflis í dag. Úrslitin þýða að Ísland endar í fjórða sæti síns riðils á HM í handbolta og mætir Frökkum í 16-liða úrslitum. „Þetta var algjör rússibani og ég er ótrúlega svekktur. En við erum komnir áfram í 16-liða úrslitin. Mér finnst samt að við hefðum átt að klára þennan leik. Við hættum að sækja og fórum á tempóið þeirra. Þar eru þeir bara betri,“ sagði Bjarki Már sem átti fínan dag í vörninni. Hann segir að takturinn hafi ekki verið nógu góður, hvorki í vörn né sókn. „Ég hefði viljað vinna fleiri bolta, það er alveg klárt. Við náðum einhverjum en ég bara get ekki verið ánægður með þessa niðurstöðu.“ Makedónía spilaði oft með aukamann á línu í kvöld og Bjarki segir að það hafi verið „hrikalega gaman“ að takast á við það. „Þetta eru menn í minni þyngd og það er gaman að taka á þeim. Þeir hentu sér mikið í golfið en það var gaman að slást við þá.“ Hann segist vera ágætlega ánægður með sinn þátt. „Ég á eftir að skoða þetta betur, ég er svolítið hátt uppi og get ekki metið það núna.“ Næst mætir Íslandi liði Frakka í Lille en það verður spilað fyrir troðfullri höll þar. „Það verður bara að gaman að spila gegn besta liði í heimi í fullri höll. Við eigum eftir að njóta þess.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15
Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30
Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24
Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32
Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35
Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27