Viðskipti innlent

Fjölorkustöð Costco rís

Haraldur Guðmundsson skrifar
Lóðin sem fer undir eldsneytissölu Costco í Kauptúni.
Lóðin sem fer undir eldsneytissölu Costco í Kauptúni. Vísir/Ernir
Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd.

Costco ætlar að opna verslun sína í Kauptúni í maí en áður stóð til að hún myndi opna tveimur mánuðum áður. Líkt og komið hefur fram geta einungis þeir sem kaupa meðlimakort Costco verslað hjá fyrirtækinu vörur eða eldsneyti. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×