Handbolti

HSÍ færir tvo kvennaleiki fram um einn dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thea Imani Sturludóttir og félagar í Fylki spila á föstudegi en ekki laugardegi.
Thea Imani Sturludóttir og félagar í Fylki spila á föstudegi en ekki laugardegi. Vísir/Stefán
Handknattleikssamband Íslands hefur fært tvo leiki í Olís-deild kvenna en leikirnir eru báðir hluti af 14. umferðinni.

Leikirnir eru á milli ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum og á milli Fylkis og Stjörnunnar í Árbænum.

Leikirnir áttu að fara fram laugardaginn 4. febrúar en fara nú fram föstudaginn 3. febrúar.

Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 18.30 en leikur Fylkis og Stjörnunnar klukkan 20.00.

Allir leikir fjórtándu umferðarinnar fara fram á sitthvorum tíma því leikur Selfoss og Hauks fer fram 25. janúar og leikur Vals og Gróttu er spilaður 2. febrúar.

Leiknir sem eru færðir eru tveir síðustu leikirnir í öðrum hluta deildarkeppninnar en í framhaldinu fer þriðji hlutinn af stað.

Tólfta umferðin hefst á fimmtudaginn með leik Vals og Hauka en lýkur svo um helgina með tveimur leikjum á laugardag (Grótta-Fram og ÍBV-Stjarnan) og einum leik á sunnudag (Fylkir-Selfoss).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×