Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Ritstjórn skrifar 18. janúar 2017 12:00 Donatella Versace hefur ákveðið að Atelier Versace muni ekki sýna á Haute Couture tískuvikunni þetta árið. Hátískuvikan fer fram hvert einasta sumar í París. Það eru aðeins örfá tískuhús sem eru með réttindi til þess að sýna á tískuvikunni. Versace hefur hingað til verið með undanþágu á einni reglunni sem segir að saumastofa tískuhúsanna þurfi að vera í París. Saumastofa Versace er staðsett á Ítalíu. Það verður mikil eftirsjá eftir Atelier Versace en þau opna yfirleitt hátískuvikunna og fjölmargar þekktar fyrirsætur ganga tískupallinn hjá þeim. Talið er að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni enda ansi dýrt að halda uppi sér saumastofu einungis undir hátísku klæðnað. Versace sýnir sex tískusýningar á ári, en þær eru átta talsins ef að Haute Couture eru taldar með. Þær eru allar settar upp undir stjórn Donatellu Versace. Það mun því létta álagið að velja og hafna verkefnum og til verður meiri tími til þess að einbeita sér að öðru. Mest lesið Louis Vuitton x Supreme Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kim hefur misst 100.000 fylgjendur á Instagram Glamour Nýr ilmur frá Chanel frumsýndur í París Glamour Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Glamour
Donatella Versace hefur ákveðið að Atelier Versace muni ekki sýna á Haute Couture tískuvikunni þetta árið. Hátískuvikan fer fram hvert einasta sumar í París. Það eru aðeins örfá tískuhús sem eru með réttindi til þess að sýna á tískuvikunni. Versace hefur hingað til verið með undanþágu á einni reglunni sem segir að saumastofa tískuhúsanna þurfi að vera í París. Saumastofa Versace er staðsett á Ítalíu. Það verður mikil eftirsjá eftir Atelier Versace en þau opna yfirleitt hátískuvikunna og fjölmargar þekktar fyrirsætur ganga tískupallinn hjá þeim. Talið er að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni enda ansi dýrt að halda uppi sér saumastofu einungis undir hátísku klæðnað. Versace sýnir sex tískusýningar á ári, en þær eru átta talsins ef að Haute Couture eru taldar með. Þær eru allar settar upp undir stjórn Donatellu Versace. Það mun því létta álagið að velja og hafna verkefnum og til verður meiri tími til þess að einbeita sér að öðru.
Mest lesið Louis Vuitton x Supreme Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kim hefur misst 100.000 fylgjendur á Instagram Glamour Nýr ilmur frá Chanel frumsýndur í París Glamour Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Glamour