Baldwin, sem hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á Trump, gerði blaðamafund Trump í síðustu viku að umfjöllunarefni í nýjasta þætti Saturday Night Live sem sýndur var í Bandaríkjunum á laugardaginn. Atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan en Baldwin vísaði ítrekaði í það athæfi sem Trump á að hafa látið vændiskonurnar framkvæma.
Trump tók ekki vel í grínið og sagði að Saturday Night Live væri það versta sem NBC sjónvarpsstöðin biði upp á. Sagði hann þáttinn töluvert verri en fréttastofa NBC sem Trump virðist ekki hafa miklar mætur á.
.@NBCNews is bad but Saturday Night Live is the worst of NBC. Not funny, cast is terrible, always a complete hit job. Really bad television!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 15, 2017