Lífið

Fjarsamband heillaði þau ekki

Guðný Hrönn skrifar
Móeiður er dugleg við að gefa lesendum Femme innsýn inn í líf sitt.
Móeiður er dugleg við að gefa lesendum Femme innsýn inn í líf sitt.
Bloggarinn Móeiður Lárusdóttir er búsett í Bristol en hún býr þar ásamt kærasta sínum, fótboltamanninum Herði Björgvini Magnússyni. Hún segir lífið og tilveruna í Bristol leika við þau skötuhjú.

Móeiður flutti út með Herði til Ítalíu í janúar árið 2014 en þá höfðu þau verið saman í um hálft ár.

„Þá hafði ég nýlokið húsmæðraskólanum og var ekki búin að ákveða neitt í framhaldi af því. Ég sló til og flutti út enda er Ítalía hrífandi land og fjarsamband heillaði okkur ekki. Auðvitað var erfitt að flytja frá fjölskyldu og vinum, en ég lærði ótrúlega mikið af þessu.“

Núna eru þau Móeiður og Hörður flutt frá Ítalíu til Bristol þar sem Hörður spilar með Bristol City. Móeiður segir lífið og tilveruna í Bris­tol vera góða hjá þeim Herði.

„Já, Herði gengur vel í fótboltanum og ég held að ástæðan fyrir því sé meðal annars að hérna líður okkur mjög vel og það var vel tekið á móti okkur. Bristol er falleg borg sem hefur upp á mikið að bjóða. Hér er mjög gott að versla og borgin býður upp á gott úrval af flottum og góðum veitingastöðum. Svo skemmir ekki fyrir að WOW air flýgur beint hingað þannig að það er stutt að skjótast til Íslands,“ segir Móeiður sem nýtur þess að ferðast og telur sig vera lánsama að fá tækifæri til að gera mikið af því.

Móeiður hefur áhuga á öllu sem tengist tísku og heilbrigðum lífsstíl og hún er að hefja nám sem höfðar vel til hennar. „Ég byrja í námi hérna í Bris­tol núna í janúar. Það heitir Creative Fashion Design.“

Fyrir utan skólann, hvað er fram undan? 

„Ég ætla að skella mér til Flórída með fjölskyldunni í apríl. Annars er voða erfitt að plana næsta skref þar sem fótboltinn ræður ferðinni og maður veit ekki hvað næsti dagur eða ár hefur upp á að bjóða.“

Áhugasamir geta fylgst með því sem á daga Móeiðar drífur á lífsstílsvefnum Femme.is, en þar bloggar hún ásamt átta öðrum stelpum


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×