Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum 12. janúar 2017 09:30 Þetta yrði rosalegt! vísir Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni. MMA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni.
MMA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira