Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 14:00 Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða