Optima fegurð í fjórum útfærslum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 09:46 Kia Optima fæst nú í langbaksgerð og er býsna snotur bíll. Reynsluakstur - Kia Optima Allt frá því að Kia kynnti þriðju kynslóð Optima bílsins árið 2010 hafa bílaáhugamenn mært útlit hans. Bílinn teiknaði Peter Schreyer aðalhönnuður Kia frá árinu 2006 og einn best metni bílahönnuður heims þá og nú. Nú er fjórða kynslóð Optima komin á markað og er hann á leiðinni til landsins. Peter Schreyer var enn við teikniborðið við hönnun hans og ef eitthvað er hefur bíllinn enn fríkkað og mikið bæst við bílinn hvað nýja tækni áhrærir. Það sem meira er að nú hefur bæst við langbakur, tengitvinnútgáfa og öflugari gerð hans og en það hefur einmitt verið það aðdáendum bílsins hefur þótt skorta á allt til þessa. Margir munu fagna þessu aukna framboði á þessum fallega bíl og er undirritaður einn þeirra. Kia Optima er bíll í þeim stærðarflokki fólksbíla sem átt hefur undir högg að sækja bæði hér á landi sem erlendis, ekki síst vegna aukins framboðs á jepplingum. Þó seljast bílar í þessum flokki í skipsförmum um allan heim, en Optima keppir við vinsæla bíla eins og Volkswagen Passat, Ford Mondeo, Mazda6 og Honda Accord, svo einhverjir séu nefndir, en hefur samt tekist vel upp í samkeppninni. Þessi stærðarflokkur bíla er kallaður D-Segment og hefur sala bíla í þeim flokki staðnað á síðustu árum í Evrópu í 1,3 milljón bíla sölu og er svipaðri sölu spáð á næstu tveimur árum. Ennfremur hefur sala langbaka í D-flokki líka staðnað í um 50% seldra bíla og því áfram spáð.Gullfallegur að innan og hlaðinn tækni Kia Optima af fjórðu kynslóð var prófaður í haust í München í Þýskalandi og vart hægt að finna betri aðstæður til að prófa slíkan bíl á bestu vegum álfunnar. Allt í senn voru í prufu sedan-útfærsla bílsins, langbakurinn, GT-kraftaútgáfan og tengiltvinnbíllinn. Var þar úr mörgu góðu að velja. Optima er frekar stór fólksbíll, 4.855 mm langur og 1.860 mm breiður og því rúmt um akstursmann og farþega. Afar góð tilfinning var að setjast um borð því á móti manni tekur ein af fallegri innréttingum bíla og vart hægt að greina muninn frá mun dýrari lúxusbílum. Reyndar var þriðja kynslóðin fríð að innan líka, en enn hefur Kia bætt í fágunina og efnisvalið betra og sætin frábær. Í GT-útgáfunni eru leðurklædd sportsæti stöguð með rauðum þræði og virkilega fyrir augað. Í tengiltvinnútgáfunni eru leðursæti staðalbúnaður og innrétting hans ekki mikill eftirbátur GT-útgáfunnar. Skottrými er gott í þessum stóra bíl, eða 552 l. og 1.686 l. ef aftursætin eru lögð niður. Auk þess eru nokkuð stór geymsluhólf undir farnagursgólfinu sem koma sér vel fyrir verðmæta hluti og búnað sem alltaf á að vera í bílnum. Margar aðrar sniðugar lausnir fylgja, svo sem farangursnet, stangir á brautum til að hemja farangur, 12 volta tengi og öryggisnet fyrir ofan aftursætin.Stífur, en frábær í akstri Akstur Optima reyndist mjög ánægjulegur, en hann er þó með stífari fjöðrun og flestir samkeppnisbílar hans. Hún er engu að síður ekki of hörð en sportleg fyrir vikið. Einhverjir myndu kjósa mýkri fjöðrun, en það myndi líklega koma niður á aksturseiginleikunum. Þeir eru til fyrirmyndar, utan þess að stundum fannst manni að bíllinn væri að leiðrétta sig á vegi og stýringin væri því ekki fullkomlega á mínu valdi. Með öllum þeim aðstoðarkerfum sem eru í mörgum nýjum tæknivæddum bílum vill þetta oft verða raunin, en telst ekki til kosta að mati greinarskrifara. Mikið af akstursöryggisbúnaði er í bílnum, hann stöðvar sjálfur við aðsteðjandi hættu ef ökumaður gerir það ekki sjálfur, getur sjálfur haldið jöfnu bili frá bílnum á undan, er með blindpunkts- og akreinaskiptaviðvörun, nálgunarvara og í leiðsögukerfi bílsins má sjá leyfilegan hámarkshraða á öllum vegum. Háu ljósin lækka sjálf við aðsteðjandi umferð, bíllinn leggur sjálfur í stæði og fá má 360 gráðu myndavélasýn kringum bílinn. Allar hugsanlegar tengingar eru í bílnum, raddstýrðar skipanir og Apple CarPlay. Fá má 490 watta Harman Kardon hljóðkerfi í bílinn með 8 hátölurum og bíllinn þá sem hljómleikahöll. Skottið opnar sig sjálft með nálgunarskynjara og sætin eru bæði með hitara og kæli. Þarna fer því hátæknivæddur bíll, en sumt af þessum búnaði þarf að panta sér.7 gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu Optima er nú með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum sem svínvirkar. Bíllinn kemur með rafstýrðum dempurum frá Sachs og má stjórna aksturshegðun bílsins með stjórntakka sem einnig hefur áhrif á skiptingar og snúning vélar. 1,7 lítra dísilvélin er nú með 27% minni mengun og ætti það að flytja Optima vel niður um vörugjaldsflokk og því í söluverði. Auk þess er vélin 5% sneggri í 100 og með 5% meira tog. Er þessi vél 141 hestöfl og með 340 Nm tog. Auk hennar má fá 245 hestafla bensínvél og með henni er bíllinn 7,4 sekúndur í hundraðið. Þar fer alger spyrnukerra. Tengiltvinnútgáfa Optima er 205 hestöfl, með uppgefna 1,6 l. eyðslu og kemst 980 km á fullum tanki og rafhleðslu. Fyrstu 54 km kemst hann á rafmagninu einu saman. Mjög spennandi bíll þar á ferð með engin vörugjöld og býðst því á góðu verði. Það má því segja að Optima sé nú loks kominn við hvers manns hæfi og ánægjulegt að sjá þessar nýju útgáfur hans. Þarna fer einn fallegast bíll götunnar, hlaðinn nýjustu tækni. Í Optima finnast fáir gallar, aðeins áðurnefnt inngrip í stýringu og fremur lágur framendi bílsins. Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, hlaðinn búnaðiÓkostir: Stýring tekur stundum framfyrir ökumann, lágur framendi Bensín- og dísilvél, 141-245 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 4,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 110 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 4.690.000 kr. Umboð: AskjaBæði í Sedan- og langbaksútfærslu.Veglegt farangursrými í langbaknum.Alls ekki slorlegt innanrými.Og ekki fer ver um aftursætisfarþega. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent
Reynsluakstur - Kia Optima Allt frá því að Kia kynnti þriðju kynslóð Optima bílsins árið 2010 hafa bílaáhugamenn mært útlit hans. Bílinn teiknaði Peter Schreyer aðalhönnuður Kia frá árinu 2006 og einn best metni bílahönnuður heims þá og nú. Nú er fjórða kynslóð Optima komin á markað og er hann á leiðinni til landsins. Peter Schreyer var enn við teikniborðið við hönnun hans og ef eitthvað er hefur bíllinn enn fríkkað og mikið bæst við bílinn hvað nýja tækni áhrærir. Það sem meira er að nú hefur bæst við langbakur, tengitvinnútgáfa og öflugari gerð hans og en það hefur einmitt verið það aðdáendum bílsins hefur þótt skorta á allt til þessa. Margir munu fagna þessu aukna framboði á þessum fallega bíl og er undirritaður einn þeirra. Kia Optima er bíll í þeim stærðarflokki fólksbíla sem átt hefur undir högg að sækja bæði hér á landi sem erlendis, ekki síst vegna aukins framboðs á jepplingum. Þó seljast bílar í þessum flokki í skipsförmum um allan heim, en Optima keppir við vinsæla bíla eins og Volkswagen Passat, Ford Mondeo, Mazda6 og Honda Accord, svo einhverjir séu nefndir, en hefur samt tekist vel upp í samkeppninni. Þessi stærðarflokkur bíla er kallaður D-Segment og hefur sala bíla í þeim flokki staðnað á síðustu árum í Evrópu í 1,3 milljón bíla sölu og er svipaðri sölu spáð á næstu tveimur árum. Ennfremur hefur sala langbaka í D-flokki líka staðnað í um 50% seldra bíla og því áfram spáð.Gullfallegur að innan og hlaðinn tækni Kia Optima af fjórðu kynslóð var prófaður í haust í München í Þýskalandi og vart hægt að finna betri aðstæður til að prófa slíkan bíl á bestu vegum álfunnar. Allt í senn voru í prufu sedan-útfærsla bílsins, langbakurinn, GT-kraftaútgáfan og tengiltvinnbíllinn. Var þar úr mörgu góðu að velja. Optima er frekar stór fólksbíll, 4.855 mm langur og 1.860 mm breiður og því rúmt um akstursmann og farþega. Afar góð tilfinning var að setjast um borð því á móti manni tekur ein af fallegri innréttingum bíla og vart hægt að greina muninn frá mun dýrari lúxusbílum. Reyndar var þriðja kynslóðin fríð að innan líka, en enn hefur Kia bætt í fágunina og efnisvalið betra og sætin frábær. Í GT-útgáfunni eru leðurklædd sportsæti stöguð með rauðum þræði og virkilega fyrir augað. Í tengiltvinnútgáfunni eru leðursæti staðalbúnaður og innrétting hans ekki mikill eftirbátur GT-útgáfunnar. Skottrými er gott í þessum stóra bíl, eða 552 l. og 1.686 l. ef aftursætin eru lögð niður. Auk þess eru nokkuð stór geymsluhólf undir farnagursgólfinu sem koma sér vel fyrir verðmæta hluti og búnað sem alltaf á að vera í bílnum. Margar aðrar sniðugar lausnir fylgja, svo sem farangursnet, stangir á brautum til að hemja farangur, 12 volta tengi og öryggisnet fyrir ofan aftursætin.Stífur, en frábær í akstri Akstur Optima reyndist mjög ánægjulegur, en hann er þó með stífari fjöðrun og flestir samkeppnisbílar hans. Hún er engu að síður ekki of hörð en sportleg fyrir vikið. Einhverjir myndu kjósa mýkri fjöðrun, en það myndi líklega koma niður á aksturseiginleikunum. Þeir eru til fyrirmyndar, utan þess að stundum fannst manni að bíllinn væri að leiðrétta sig á vegi og stýringin væri því ekki fullkomlega á mínu valdi. Með öllum þeim aðstoðarkerfum sem eru í mörgum nýjum tæknivæddum bílum vill þetta oft verða raunin, en telst ekki til kosta að mati greinarskrifara. Mikið af akstursöryggisbúnaði er í bílnum, hann stöðvar sjálfur við aðsteðjandi hættu ef ökumaður gerir það ekki sjálfur, getur sjálfur haldið jöfnu bili frá bílnum á undan, er með blindpunkts- og akreinaskiptaviðvörun, nálgunarvara og í leiðsögukerfi bílsins má sjá leyfilegan hámarkshraða á öllum vegum. Háu ljósin lækka sjálf við aðsteðjandi umferð, bíllinn leggur sjálfur í stæði og fá má 360 gráðu myndavélasýn kringum bílinn. Allar hugsanlegar tengingar eru í bílnum, raddstýrðar skipanir og Apple CarPlay. Fá má 490 watta Harman Kardon hljóðkerfi í bílinn með 8 hátölurum og bíllinn þá sem hljómleikahöll. Skottið opnar sig sjálft með nálgunarskynjara og sætin eru bæði með hitara og kæli. Þarna fer því hátæknivæddur bíll, en sumt af þessum búnaði þarf að panta sér.7 gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu Optima er nú með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum sem svínvirkar. Bíllinn kemur með rafstýrðum dempurum frá Sachs og má stjórna aksturshegðun bílsins með stjórntakka sem einnig hefur áhrif á skiptingar og snúning vélar. 1,7 lítra dísilvélin er nú með 27% minni mengun og ætti það að flytja Optima vel niður um vörugjaldsflokk og því í söluverði. Auk þess er vélin 5% sneggri í 100 og með 5% meira tog. Er þessi vél 141 hestöfl og með 340 Nm tog. Auk hennar má fá 245 hestafla bensínvél og með henni er bíllinn 7,4 sekúndur í hundraðið. Þar fer alger spyrnukerra. Tengiltvinnútgáfa Optima er 205 hestöfl, með uppgefna 1,6 l. eyðslu og kemst 980 km á fullum tanki og rafhleðslu. Fyrstu 54 km kemst hann á rafmagninu einu saman. Mjög spennandi bíll þar á ferð með engin vörugjöld og býðst því á góðu verði. Það má því segja að Optima sé nú loks kominn við hvers manns hæfi og ánægjulegt að sjá þessar nýju útgáfur hans. Þarna fer einn fallegast bíll götunnar, hlaðinn nýjustu tækni. Í Optima finnast fáir gallar, aðeins áðurnefnt inngrip í stýringu og fremur lágur framendi bílsins. Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, hlaðinn búnaðiÓkostir: Stýring tekur stundum framfyrir ökumann, lágur framendi Bensín- og dísilvél, 141-245 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 4,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 110 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 4.690.000 kr. Umboð: AskjaBæði í Sedan- og langbaksútfærslu.Veglegt farangursrými í langbaknum.Alls ekki slorlegt innanrými.Og ekki fer ver um aftursætisfarþega.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent