Versta byrjun Tiger á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 08:30 Tiger Woods á vellinum í gær. Vísir/Getty Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Farmers Insurance-mótsins á PGA-mótaröðinni í gær. Woods er að koma sér aftur af stað eftir langvarandi meiðsli og spilaði á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins. Hann hefur aldrei byrjað tímabil á PGA-mótaröðinni verr en fyrir tveimur árum hóf hann leik á 73 höggum á fyrsta sínu það árið. Woods var á einum undir pari eftir ellefu holur en lenti í basli á seinni níu holunum. Þá fékk hann þrjá skolla í röð, þann fyrsta á 12. holu, og svo tvöfaldan skolla á fimmtándu holu. Til að bæta gráu á svart þá kom enn einn skollinn á sautjándu holu. „Ég barðist eins og ég gat í dag,“ sagði Woods. „Þetta rann út í sandinn hjá mér á seinni níu og því miður hitti ég illa. En ég reyndi hvað ég gat og var í ágætri stöðu til að ná góðum hring. En ég kláraði hringinn og það er eitt af því jákvæða sem gerðist í dag.“ Woods er nú ellefu höggum á eftir fremsta manni, Englendingnum Justin Rose sem spilaði á sjö höggum undir pari í gær. Sýnt verður beint frá Farmers Insurance mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 20.00. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Farmers Insurance-mótsins á PGA-mótaröðinni í gær. Woods er að koma sér aftur af stað eftir langvarandi meiðsli og spilaði á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins. Hann hefur aldrei byrjað tímabil á PGA-mótaröðinni verr en fyrir tveimur árum hóf hann leik á 73 höggum á fyrsta sínu það árið. Woods var á einum undir pari eftir ellefu holur en lenti í basli á seinni níu holunum. Þá fékk hann þrjá skolla í röð, þann fyrsta á 12. holu, og svo tvöfaldan skolla á fimmtándu holu. Til að bæta gráu á svart þá kom enn einn skollinn á sautjándu holu. „Ég barðist eins og ég gat í dag,“ sagði Woods. „Þetta rann út í sandinn hjá mér á seinni níu og því miður hitti ég illa. En ég reyndi hvað ég gat og var í ágætri stöðu til að ná góðum hring. En ég kláraði hringinn og það er eitt af því jákvæða sem gerðist í dag.“ Woods er nú ellefu höggum á eftir fremsta manni, Englendingnum Justin Rose sem spilaði á sjö höggum undir pari í gær. Sýnt verður beint frá Farmers Insurance mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 20.00.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira