Sjáðu fyrsta þáttinn: Meistaramánuðurinn hefst í næstu viku Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2017 16:30 Fyrsti þáttur Meistaramánuðar 2017 á Stöð 2. Þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Viðmælendur eru Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Pálmar verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Pálmar segir í samtali við Vísi að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meistaramánuði frá upphafi. Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín. Stöð 2 og Vísir mun greina ítarlega meistaramánuðinum en á miðvikudögum verða sérstakir sjónvarpsþættir á dagskrá á Stöð 2 og verða þeir í umsjón Pálmars. Þættirnir verða einnig aðgengilegir á Vísi allan mánuðinn. Hér að ofan má sjá fyrsta þáttinn sem var frumsýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsa Meistaramánuður Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið
Fyrsti þáttur Meistaramánuðar 2017 á Stöð 2. Þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Viðmælendur eru Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Pálmar verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Pálmar segir í samtali við Vísi að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meistaramánuði frá upphafi. Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín. Stöð 2 og Vísir mun greina ítarlega meistaramánuðinum en á miðvikudögum verða sérstakir sjónvarpsþættir á dagskrá á Stöð 2 og verða þeir í umsjón Pálmars. Þættirnir verða einnig aðgengilegir á Vísi allan mánuðinn. Hér að ofan má sjá fyrsta þáttinn sem var frumsýndur á Stöð 2 í gærkvöldi.
Heilsa Meistaramánuður Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið