Federer áfram eftir frábæran slag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2017 12:09 Roger Federer og Stan Wawrinka í morgun. Vísir/EPA Roger Federer er kominn áfram í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Þar stefnir hann að því að vinna sinn átjánda titil á risamóti og þann fyrsta síðan 2012. Federer vann landa sinn frá Sviss, Stan Wawrinka, í frábærri fimm setta viðureign í morgun, 7-5, 6-3, 1-6, 4-6 og 6-3. Roger Federer er 35 ára og einn allra sigursælasti tenniskappi allra tíma. En hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, til að mynda vegna meiðsla, og er elsti maðurinn sem kemst í úrslitaleik á risamóti síðan að Ken Rosewall komst í úrslit opna bandaríska árið 1974, þá 39 ára. Sjá einnig: Systurnar mætast í úrslitunum í Ástralíu Federer hefur fjórum sinnum unnið mótið í Ástralíu, síðast árið 2010. Hann hefur verið fjarverandi vegna hnémeiðsla undanfarna sex mánuði og kom inn í mótið í sautjánda sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla. Bæði Federer og Wawrinka tóku sér leikhlé í morgun til að fá aðhlynningu vegna meiðsla sinna en náðu þó að klára viðureignina sem tók alls þrjár klukkustundir og fimm mínútur. Federer vann fyrstu tvö settin í leiknum en gaf svo eftir. Hann náði sér svo aftur á strik og var sterkari á lokakaflanum. Hann mætir annað hvort Rafael Nadal, sem er einnig að koma til baka eftir erfið meiðsli, eða Grigor Dimitrov í úrslitunum á sunnudag. Tennis Tengdar fréttir Venus í undanúrslit í fyrsta sinn í 14 ár Roger Federer kominn áfram og mætir landa sínum í undanúrslitum. 24. janúar 2017 10:57 Efsta fólk heimslistans bæði úr leik Andy Murray efsti tenniskarl heims og Angelique Kerber efsta tenniskona heims féllu bæði úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. 22. janúar 2017 23:30 Systurnar mætast í úrslitunum í Ástralíu Serena og Venus Williams leika til úrslita á risamóti í fyrsta sinn síðan 2009. 26. janúar 2017 08:30 Systraslagur í úrslitum mögulegur Serena Williams er komin í undanúrslitin á opna ástralska, rétt eins og systir hennar. 25. janúar 2017 09:30 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Roger Federer er kominn áfram í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Þar stefnir hann að því að vinna sinn átjánda titil á risamóti og þann fyrsta síðan 2012. Federer vann landa sinn frá Sviss, Stan Wawrinka, í frábærri fimm setta viðureign í morgun, 7-5, 6-3, 1-6, 4-6 og 6-3. Roger Federer er 35 ára og einn allra sigursælasti tenniskappi allra tíma. En hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, til að mynda vegna meiðsla, og er elsti maðurinn sem kemst í úrslitaleik á risamóti síðan að Ken Rosewall komst í úrslit opna bandaríska árið 1974, þá 39 ára. Sjá einnig: Systurnar mætast í úrslitunum í Ástralíu Federer hefur fjórum sinnum unnið mótið í Ástralíu, síðast árið 2010. Hann hefur verið fjarverandi vegna hnémeiðsla undanfarna sex mánuði og kom inn í mótið í sautjánda sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla. Bæði Federer og Wawrinka tóku sér leikhlé í morgun til að fá aðhlynningu vegna meiðsla sinna en náðu þó að klára viðureignina sem tók alls þrjár klukkustundir og fimm mínútur. Federer vann fyrstu tvö settin í leiknum en gaf svo eftir. Hann náði sér svo aftur á strik og var sterkari á lokakaflanum. Hann mætir annað hvort Rafael Nadal, sem er einnig að koma til baka eftir erfið meiðsli, eða Grigor Dimitrov í úrslitunum á sunnudag.
Tennis Tengdar fréttir Venus í undanúrslit í fyrsta sinn í 14 ár Roger Federer kominn áfram og mætir landa sínum í undanúrslitum. 24. janúar 2017 10:57 Efsta fólk heimslistans bæði úr leik Andy Murray efsti tenniskarl heims og Angelique Kerber efsta tenniskona heims féllu bæði úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. 22. janúar 2017 23:30 Systurnar mætast í úrslitunum í Ástralíu Serena og Venus Williams leika til úrslita á risamóti í fyrsta sinn síðan 2009. 26. janúar 2017 08:30 Systraslagur í úrslitum mögulegur Serena Williams er komin í undanúrslitin á opna ástralska, rétt eins og systir hennar. 25. janúar 2017 09:30 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Venus í undanúrslit í fyrsta sinn í 14 ár Roger Federer kominn áfram og mætir landa sínum í undanúrslitum. 24. janúar 2017 10:57
Efsta fólk heimslistans bæði úr leik Andy Murray efsti tenniskarl heims og Angelique Kerber efsta tenniskona heims féllu bæði úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. 22. janúar 2017 23:30
Systurnar mætast í úrslitunum í Ástralíu Serena og Venus Williams leika til úrslita á risamóti í fyrsta sinn síðan 2009. 26. janúar 2017 08:30
Systraslagur í úrslitum mögulegur Serena Williams er komin í undanúrslitin á opna ástralska, rétt eins og systir hennar. 25. janúar 2017 09:30