Lífið

Haffa Haff hent út af skemmtistað í Reykjavík fyrir að vera í hlýrabol

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haffi Haff í viðtali í Brennslunni.
Haffi Haff í viðtali í Brennslunni.
„Þetta var mjög skemmtilegt kvöld hjá okkur strákunum og við vorum í svo góðum fíling,“ segir Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, í þættinum Brennslan á FM957 í morgun. Þar sagði hann frá því að honum hefði verið hent út af skemmtistað í miðborg Reykjavíkur fyrir að vera í hlýrabol.

„Það var frekar hlýtt kvöld í október og ég var klæddur í hlýrabol sem ég fékk eina dragdrottningu til að árita fyrir mig út í Bandaríkjunum. Þetta var ógeðslega skemmtilegt kvöld og ég komst inn á skemmtistaðinn. Það var rosalega heitt þarna inni og ég ákvað að fara úr jakkanum og vera bara á hlýrabolnum. Ég var síðan ekkert beðinn um að fara aftur í jakkann, dyraverðirnir sögðu bara strax; út með þig.“

Hann segir að fyrst hafi hann haldið að þetta væri eitthvað grín.

„Svo kom í ljós að hann stóð alveg fastur á þessu,“ segir Haffi og bætir við að hann hafi verið mjög spældur.

„Eitt sem mér fannst líka rosalega leiðinlegt var að mér leið svo vel með sjálfan mig þetta kvöld og fannst ég hrikalega flottur. Ég mætti með byssurnar úti og hélt að ég væri að gera góða hluti, en svo var greinilega ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×