Hrist upp í rútínunni Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:30 Jón Benediktsson hefur sett sér það markmið að ganga á eitt fjall í hverri viku Meistaramánaðar. Vísir/Anton Brink Jón Benediktsson forritari hefur alltaf tekið á einhvern hátt þátt í Meistaramánuði þegar hann hefur verið formlega á dagskrá. Hann líkir markmiðasetningu Meistaramánaðar við nýársheitin, þau verði að vera framkvæmanleg. „Það má ekki alveg sprengja skalann í metnaðinum því þá klúðrast þetta í fyrstu vikunni. Þetta eru einföld markmið sem ég hef verið að setja mér eins og að fara snemma að sofa og reyna að borða vegan mat tvisvar í viku,“ segir hann og samþykkir tillögu blaðamanns um að hægt sé að segja að hann sé einfaldlega að reyna að verða betri maður. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Meistaramánuði og markmiðin þurfa ekki alltaf að vera heilsutengd. Eitt árið setti ég mér markmið um að heimsækja ömmu einu sinni í viku og einhvern tíma var það bara að bjóða alltaf góðan daginn, þetta snýst bara um að reyna aðeins að hrista upp í rútínunni.“ Jón ætlar að vera með í komandi Meistaramánuði nú í febrúar og er hann búinn að setja sér ákveðið markmið. „Ég ætla að ganga á fjall einu sinni í viku. Það er kannski ekki mjög sniðugt í febrúar en ég ætla að vona að veðrið verði í lagi og svo er alltaf hægt að velja sér réttu fjöllin,“ segir hann í léttum dúr. Spurður að því hvort hann sé vanur því að ganga á fjöll segir Jón að hann hafi gert það þegar hann var yngri. „Ég hef ekki gengið á fjöll eftir að ég varð fullorðinn en er alveg til í að endurnýja kynni mín við fjöllin.“Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Hann hefur nú verið endurvakinn af Íslandsbanka og verður haldinn í febrúar. Pálmar Ragnarsson er í forsvari fyrir meistaramánuð Íslandsbanka og segir hann að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi.Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín. Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Jón Benediktsson forritari hefur alltaf tekið á einhvern hátt þátt í Meistaramánuði þegar hann hefur verið formlega á dagskrá. Hann líkir markmiðasetningu Meistaramánaðar við nýársheitin, þau verði að vera framkvæmanleg. „Það má ekki alveg sprengja skalann í metnaðinum því þá klúðrast þetta í fyrstu vikunni. Þetta eru einföld markmið sem ég hef verið að setja mér eins og að fara snemma að sofa og reyna að borða vegan mat tvisvar í viku,“ segir hann og samþykkir tillögu blaðamanns um að hægt sé að segja að hann sé einfaldlega að reyna að verða betri maður. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Meistaramánuði og markmiðin þurfa ekki alltaf að vera heilsutengd. Eitt árið setti ég mér markmið um að heimsækja ömmu einu sinni í viku og einhvern tíma var það bara að bjóða alltaf góðan daginn, þetta snýst bara um að reyna aðeins að hrista upp í rútínunni.“ Jón ætlar að vera með í komandi Meistaramánuði nú í febrúar og er hann búinn að setja sér ákveðið markmið. „Ég ætla að ganga á fjall einu sinni í viku. Það er kannski ekki mjög sniðugt í febrúar en ég ætla að vona að veðrið verði í lagi og svo er alltaf hægt að velja sér réttu fjöllin,“ segir hann í léttum dúr. Spurður að því hvort hann sé vanur því að ganga á fjöll segir Jón að hann hafi gert það þegar hann var yngri. „Ég hef ekki gengið á fjöll eftir að ég varð fullorðinn en er alveg til í að endurnýja kynni mín við fjöllin.“Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Hann hefur nú verið endurvakinn af Íslandsbanka og verður haldinn í febrúar. Pálmar Ragnarsson er í forsvari fyrir meistaramánuð Íslandsbanka og segir hann að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi.Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín.
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00
Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00