Vill kaupa Hellisheiðarvirkjun Haraldur Guðmundsson skrifar 25. janúar 2017 07:30 Stjórn OR hafnaði tilboði sem barst 2. desember í virkjunina. Kom þá fram að engin ákvörðun hefði verið tekin um sölu virkjanasamstæðu OR og að slíkt væri ekki á færi stjórnar heldur eigenda fyrirtækisins. Einkahlutafélagið MJDB vill kaupa Hellisheiðarvirkjun af Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Sveitarfélögin þrjú fengu fyrr í mánuðinum tilboð í eignarhluti sína en Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafnaði um miðjan desember tilboði sama félags í virkjunina í annað sinn. Útlit er fyrir að forsvarsmenn sveitarfélaganna fundi um málið á næstu vikum.Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri hjá America RenewablesMJDB er að stærstum hluta í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá America Renewables í Kaliforníu, en í samtali við Markaðinn vildi hann ekki tjá sig um tilboðin eða það hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar koma að þeim. Magnús á 70 prósenta hlut í MJDB en lögmannsstofan Lagahvoll er skráð fyrir 30 prósentum. Daði Bjarnason, stofnandi og einn eigenda Lagahvols, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á Magnús. America Renewables var stofnað árið 2009 og er einkahlutafélag með höfuðstöðvar í borginni Rolling Hills í Kaliforníu. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins hefur það komið að ýmsum verkefnum sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum. Hellisheiðarvirkjun er í eigu Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Reykjavíkurborg á 93,54 prósenta hlut í OR, Akraneskaupstaður 5,53 prósent og Borgarbyggð 0,93 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki farið fram verðmat á Hellisheiðarvirkjun. Bókfært virði virkjana ON í árslok 2015 var um 950 milljónir Bandaríkjadala eða 107 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Bróðurpart þeirrar upphæðar má rekja til Hellisheiðarvirkjunar þar sem Nesjavallavirkjun hefur verið afskrifuð að verulegu leyti og Andakílsárvirkjun er komin til ára sinna. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segist ætla að ræða tilboðið við meðeigendur sveitarfélagsins í OR. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segir að tilboðið í 5,53 prósenta eign bæjarins verði tekið fyrir í bæjarráði á morgun. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, staðfestir að tilboðið hefur ekki enn komið inn á borð borgarráðs. „Ég get ekkert sagt að svo stöddu en þó að það er verðhugmynd í tilboðinu. Það er sami aðilinn sem er að bjóða bæði í Reykjavíkurborg, Akranes og Borgarbyggð,“ segir Regína. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Einkahlutafélagið MJDB vill kaupa Hellisheiðarvirkjun af Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Sveitarfélögin þrjú fengu fyrr í mánuðinum tilboð í eignarhluti sína en Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafnaði um miðjan desember tilboði sama félags í virkjunina í annað sinn. Útlit er fyrir að forsvarsmenn sveitarfélaganna fundi um málið á næstu vikum.Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri hjá America RenewablesMJDB er að stærstum hluta í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá America Renewables í Kaliforníu, en í samtali við Markaðinn vildi hann ekki tjá sig um tilboðin eða það hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar koma að þeim. Magnús á 70 prósenta hlut í MJDB en lögmannsstofan Lagahvoll er skráð fyrir 30 prósentum. Daði Bjarnason, stofnandi og einn eigenda Lagahvols, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á Magnús. America Renewables var stofnað árið 2009 og er einkahlutafélag með höfuðstöðvar í borginni Rolling Hills í Kaliforníu. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins hefur það komið að ýmsum verkefnum sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum. Hellisheiðarvirkjun er í eigu Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Reykjavíkurborg á 93,54 prósenta hlut í OR, Akraneskaupstaður 5,53 prósent og Borgarbyggð 0,93 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki farið fram verðmat á Hellisheiðarvirkjun. Bókfært virði virkjana ON í árslok 2015 var um 950 milljónir Bandaríkjadala eða 107 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Bróðurpart þeirrar upphæðar má rekja til Hellisheiðarvirkjunar þar sem Nesjavallavirkjun hefur verið afskrifuð að verulegu leyti og Andakílsárvirkjun er komin til ára sinna. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segist ætla að ræða tilboðið við meðeigendur sveitarfélagsins í OR. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segir að tilboðið í 5,53 prósenta eign bæjarins verði tekið fyrir í bæjarráði á morgun. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, staðfestir að tilboðið hefur ekki enn komið inn á borð borgarráðs. „Ég get ekkert sagt að svo stöddu en þó að það er verðhugmynd í tilboðinu. Það er sami aðilinn sem er að bjóða bæði í Reykjavíkurborg, Akranes og Borgarbyggð,“ segir Regína. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira