Bernie Ecclestone hættur sem forstjóri Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 10:10 Bernie Ecclestone. Æðstiprestur Formúlu 1 til margra ára, Bernie Ecclestone, hefur látið af forstjórastóli þar á bæ. Hann verður einskonar heiðursfélagaforseti Formúlunnar en veit sjálfur ekki hvað það felur í sér. Hann hefur því ekki lengur tögl og haldir í fyrirtækinu og hefur Liberty Media´s Chase Carey tekið við formennskunni og öllum helstu ákvörðunum sem teknar verða innan fyrirtækisins. Þessi breyting verður formlega tilkynnt næsta þriðjudag og þá verður einnig tilkynnt um stór hlutverk Ross Brown og Sean Bratches við yfirstjórn Formúlu 1. Þeir munu hafa með höndum ákvarðanir er varða regluverk íþróttarinnar og markaðsmál. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent
Æðstiprestur Formúlu 1 til margra ára, Bernie Ecclestone, hefur látið af forstjórastóli þar á bæ. Hann verður einskonar heiðursfélagaforseti Formúlunnar en veit sjálfur ekki hvað það felur í sér. Hann hefur því ekki lengur tögl og haldir í fyrirtækinu og hefur Liberty Media´s Chase Carey tekið við formennskunni og öllum helstu ákvörðunum sem teknar verða innan fyrirtækisins. Þessi breyting verður formlega tilkynnt næsta þriðjudag og þá verður einnig tilkynnt um stór hlutverk Ross Brown og Sean Bratches við yfirstjórn Formúlu 1. Þeir munu hafa með höndum ákvarðanir er varða regluverk íþróttarinnar og markaðsmál.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent