Hulunni svift af þaksviftum Mustang Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 13:50 Ford Mustang Convertible. Á föstudaginn síðasta kynnti Ford til leiks blæjuútgáfu af nýjustu kynslóð Mustang sportbílsins, en Ford hafði fyrr í vikunni kynnt einnig “Coupé”-útgáfu bílsins. Bílarnir eru eins búnir að öllu leiti og bjóðast með 2,3 lítra EcoBoost vélinni og 5,0 lítra V8 vél, sem báðar geta tengst nýrri 10 gíra sjálfskiptingu sem Ford hannaði í samstarfi við General Motors. Blæjubíllinn og “Coupé”-útgáfan eru með breyttan framenda frá hefðbundnum Mustang og öðruvísi framljós, grill og húdd, sem er lægra en í grunnútgáfunni. Mælaborð bílanna beggja er líka breytt og bætt öryggiskerfi. Þá er hægt að stilla hljóðið úr pústkerfi bílanna og báðir fá þeir MagneRide fjöðrun. Þó svo samskonar fjöðrunarkerfi sé undir þeim báðum má lækka blæjuútgáfuna á fjöðrum og það á ferð. Blæjuútgáfa Mustang fer líklega ekki í sölu fyrr en með haustinu og þá sem 2018 árgerð. Blæjan í honum er af samskonar gerð og í 2017 árgerð bílsins.Ford Mustang Coupe. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent
Á föstudaginn síðasta kynnti Ford til leiks blæjuútgáfu af nýjustu kynslóð Mustang sportbílsins, en Ford hafði fyrr í vikunni kynnt einnig “Coupé”-útgáfu bílsins. Bílarnir eru eins búnir að öllu leiti og bjóðast með 2,3 lítra EcoBoost vélinni og 5,0 lítra V8 vél, sem báðar geta tengst nýrri 10 gíra sjálfskiptingu sem Ford hannaði í samstarfi við General Motors. Blæjubíllinn og “Coupé”-útgáfan eru með breyttan framenda frá hefðbundnum Mustang og öðruvísi framljós, grill og húdd, sem er lægra en í grunnútgáfunni. Mælaborð bílanna beggja er líka breytt og bætt öryggiskerfi. Þá er hægt að stilla hljóðið úr pústkerfi bílanna og báðir fá þeir MagneRide fjöðrun. Þó svo samskonar fjöðrunarkerfi sé undir þeim báðum má lækka blæjuútgáfuna á fjöðrum og það á ferð. Blæjuútgáfa Mustang fer líklega ekki í sölu fyrr en með haustinu og þá sem 2018 árgerð. Blæjan í honum er af samskonar gerð og í 2017 árgerð bílsins.Ford Mustang Coupe.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent