Orðin verða svo smá Helga Vala Helgadóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Orðin verða bara svo agnarsmá. Ekkert kemst að nema þessi doði, sorg og djúp hluttekning. Allt argaþras og rifrildi út af dagsins málum skipta engu. Í eina viku hefur þjóðin staðið sem ein í leitinni að Birnu Brjánsdóttur og nú sendum við fjölskyldu og ástvinum okkar allra bestu og hlýjustu strauma. Umvefjum þau með kærleika og þökkum um leið öllum þeim sem lögðu lið við leitina. Áfram heldur lögreglan leitinni að sannleikanum og þangað sendum við líka okkar styrk og góðu strauma. Við þurfum áfram að standa saman því ef eitthvað skiptir máli á tímum sem þessum þá er það samstaðan. Samstaðan um að gera umhverfi okkar öruggara. Við megum ekki draga þann lærdóm að við hér á okkar fámenna landi, sér í lagi ungar konur, þurfum að ganga hrædd um göturnar, heldur standa saman um að gera umhverfið öruggara og fordæma hvers kyns ofbeldi. Við eigum að byrja heima hjá okkur. Byrja á að tala við börnin okkar um það að beita aldrei ofbeldi. Að ofbeldi muni aldrei skapa neitt annað en vanlíðan og óhamingju. Að með ákvörðuninni einni, um að beita aldrei ofbeldi, getum við haft áhrif á að ofbeldi verði ekki beitt né heldur liðið. Ofbeldi getur byrjað smátt en endað með skelfingu, líkri þeirri sem við virðumst því miður nú hafa orðið vitni að. Föðmum hvert annað, börnin okkar og vini. Tölum saman. Sendum frá okkur kærleika og góðar tilfinningar því það mun sigra hatur og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Orðin verða bara svo agnarsmá. Ekkert kemst að nema þessi doði, sorg og djúp hluttekning. Allt argaþras og rifrildi út af dagsins málum skipta engu. Í eina viku hefur þjóðin staðið sem ein í leitinni að Birnu Brjánsdóttur og nú sendum við fjölskyldu og ástvinum okkar allra bestu og hlýjustu strauma. Umvefjum þau með kærleika og þökkum um leið öllum þeim sem lögðu lið við leitina. Áfram heldur lögreglan leitinni að sannleikanum og þangað sendum við líka okkar styrk og góðu strauma. Við þurfum áfram að standa saman því ef eitthvað skiptir máli á tímum sem þessum þá er það samstaðan. Samstaðan um að gera umhverfi okkar öruggara. Við megum ekki draga þann lærdóm að við hér á okkar fámenna landi, sér í lagi ungar konur, þurfum að ganga hrædd um göturnar, heldur standa saman um að gera umhverfið öruggara og fordæma hvers kyns ofbeldi. Við eigum að byrja heima hjá okkur. Byrja á að tala við börnin okkar um það að beita aldrei ofbeldi. Að ofbeldi muni aldrei skapa neitt annað en vanlíðan og óhamingju. Að með ákvörðuninni einni, um að beita aldrei ofbeldi, getum við haft áhrif á að ofbeldi verði ekki beitt né heldur liðið. Ofbeldi getur byrjað smátt en endað með skelfingu, líkri þeirri sem við virðumst því miður nú hafa orðið vitni að. Föðmum hvert annað, börnin okkar og vini. Tölum saman. Sendum frá okkur kærleika og góðar tilfinningar því það mun sigra hatur og illsku.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun