Ósjálfbær stefna Hörður Ægisson skrifar 20. janúar 2017 07:00 Árið 2013 var fátt sem benti til þess að flóknasta viðfangsefni Seðlabankans og stjórnvalda á komandi árum væri að bregðast við gríðarlegu gjaldeyrisinnstreymi og samfelldri gengisstyrkingu krónunnar. Hreinn gjaldeyrisforði var þá neikvæður um nærri hundrað milljarða og Ísland stóð frammi fyrir fordæmalausum greiðslujafnaðarvanda. Ekki var hægt að stíga skref við losun fjármagnshafta nema að koma fyrst fram með lausn gagnvart skuldaskilum gömlu bankanna sem tryggði hagsmuni Íslands – að öðrum kosti var hætta á því að hagkerfið færi á hliðina samhliða gengisfalli og lausafjárkreppu í fjármálakerfinu. Það tókst. Í dag glímir Ísland við nokkurs konar lúxusvanda sem stafar af áður óþekktu innflæði gjaldeyris. Seðlabankanum hefur tekist að byggja upp óskuldsettan gjaldeyrisforða sem uppfyllir öll alþjóðleg viðmið – og vel það – með því kaupa erlendan gjaldeyri fyrir samanlagt 770 milljarða á aðeins þremur árum. Sú forðasöfnun Seðlabankans var skynsamleg. Í aðdraganda haftalosunar var brýnt að auka traust og trúverðugleika á ferlinu með því að minnka lausafjáráhættu þjóðarbúsins í erlendri mynt og vinna gegn of hraðri styrkingu krónunnar. Gjaldeyriskaupin þjónuðu þeim tilgangi. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa hins vegar einnig í för með sér kostnað fyrir Seðlabankann – og hann fer nú stigvaxandi. Samkvæmt útreikningum sem birtust í umfjöllun Markaðarins í vikunni þá má áætla að uppsafnaður heildarkostnaður – bæði vegna gengistaps og vaxtakostnaðar – nemi yfir 120 milljörðum frá 2014. Hagfræðingar eru því flestir sammála um að Seðlabankinn geti ekki lengur haldið áfram á sömu braut. Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins hefur bent á að það séu líklega fá dæmi þess að nokkur seðlabanki „hafi safnað jafn miklum gjaldeyri á svo skömmum tíma ofan í svo mikla styrkingu og með eins mikinn vaxtamun.“ Á sama tíma og bankinn hefur verið á þessari vegferð til að vinna gegn gengishækkun krónunnar eru enn við lýði hömlur á útflæði fjármagns. Það er með ólíkindum. Nauðsynlegt er að endurmeta sem fyrst forsendur peningastefnu Seðlabankans enda má öllum vera ljóst að hún er ekki sjálfbær í óbreyttri mynd. Háir raunvextir laða til landsins fjármagnsinnflæði með tilheyrandi gengisstyrkingu, innlendir aðilar veigra sér við því að ráðast í tímabæra áhættudreifingu með erlendum fjárfestingum og vaxtakostnaður gjaldeyrisforðans er mun hærri en ella. Peningastefnan þarf að taka mið af þeirri byltingu sem orðið hefur á hagkerfinu með tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Ólíklegt er að vaxtalækkun í núverandi árferði muni raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Öðru nær. Þeir sem halda um stjórnartaumana í Seðlabankanum munu ekki eiga frumkvæði að verulegum breytingum á peningastefnunni. Til að hrinda af stað slíkri uppstokkun þarf pólitíska forystu með skýr markmið að leiðarljósi. Þau er því miður ekki að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Standi stjórnvöld aðgerðalaus hjá mikið lengur er ljóst að óbreytt stefna mun fyrr en seinna þurrka upp allt eigið fé Seðlabankans og bankinn verður því tæknilega gjaldþrota – aftur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Árið 2013 var fátt sem benti til þess að flóknasta viðfangsefni Seðlabankans og stjórnvalda á komandi árum væri að bregðast við gríðarlegu gjaldeyrisinnstreymi og samfelldri gengisstyrkingu krónunnar. Hreinn gjaldeyrisforði var þá neikvæður um nærri hundrað milljarða og Ísland stóð frammi fyrir fordæmalausum greiðslujafnaðarvanda. Ekki var hægt að stíga skref við losun fjármagnshafta nema að koma fyrst fram með lausn gagnvart skuldaskilum gömlu bankanna sem tryggði hagsmuni Íslands – að öðrum kosti var hætta á því að hagkerfið færi á hliðina samhliða gengisfalli og lausafjárkreppu í fjármálakerfinu. Það tókst. Í dag glímir Ísland við nokkurs konar lúxusvanda sem stafar af áður óþekktu innflæði gjaldeyris. Seðlabankanum hefur tekist að byggja upp óskuldsettan gjaldeyrisforða sem uppfyllir öll alþjóðleg viðmið – og vel það – með því kaupa erlendan gjaldeyri fyrir samanlagt 770 milljarða á aðeins þremur árum. Sú forðasöfnun Seðlabankans var skynsamleg. Í aðdraganda haftalosunar var brýnt að auka traust og trúverðugleika á ferlinu með því að minnka lausafjáráhættu þjóðarbúsins í erlendri mynt og vinna gegn of hraðri styrkingu krónunnar. Gjaldeyriskaupin þjónuðu þeim tilgangi. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa hins vegar einnig í för með sér kostnað fyrir Seðlabankann – og hann fer nú stigvaxandi. Samkvæmt útreikningum sem birtust í umfjöllun Markaðarins í vikunni þá má áætla að uppsafnaður heildarkostnaður – bæði vegna gengistaps og vaxtakostnaðar – nemi yfir 120 milljörðum frá 2014. Hagfræðingar eru því flestir sammála um að Seðlabankinn geti ekki lengur haldið áfram á sömu braut. Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins hefur bent á að það séu líklega fá dæmi þess að nokkur seðlabanki „hafi safnað jafn miklum gjaldeyri á svo skömmum tíma ofan í svo mikla styrkingu og með eins mikinn vaxtamun.“ Á sama tíma og bankinn hefur verið á þessari vegferð til að vinna gegn gengishækkun krónunnar eru enn við lýði hömlur á útflæði fjármagns. Það er með ólíkindum. Nauðsynlegt er að endurmeta sem fyrst forsendur peningastefnu Seðlabankans enda má öllum vera ljóst að hún er ekki sjálfbær í óbreyttri mynd. Háir raunvextir laða til landsins fjármagnsinnflæði með tilheyrandi gengisstyrkingu, innlendir aðilar veigra sér við því að ráðast í tímabæra áhættudreifingu með erlendum fjárfestingum og vaxtakostnaður gjaldeyrisforðans er mun hærri en ella. Peningastefnan þarf að taka mið af þeirri byltingu sem orðið hefur á hagkerfinu með tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Ólíklegt er að vaxtalækkun í núverandi árferði muni raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Öðru nær. Þeir sem halda um stjórnartaumana í Seðlabankanum munu ekki eiga frumkvæði að verulegum breytingum á peningastefnunni. Til að hrinda af stað slíkri uppstokkun þarf pólitíska forystu með skýr markmið að leiðarljósi. Þau er því miður ekki að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Standi stjórnvöld aðgerðalaus hjá mikið lengur er ljóst að óbreytt stefna mun fyrr en seinna þurrka upp allt eigið fé Seðlabankans og bankinn verður því tæknilega gjaldþrota – aftur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. janúar.