Steven Tyler seldi Hennessey Venom GT bíl sinn Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 15:47 Breytingafyrirtækið Hennessey tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta framleiðslu hraðskreiðasta ökutækis síns, Hennessey Venom GT, en hann er 1.200 hestafla tryllitæki. Þessi bíll er einn af alhraðskreiðustu bílum veraldar og á reyndar núverandi hraðamet fjöldaframleiddra bíla og mældist á 435,2 km hraða árið 2014. Með ákvörðun Hennessey hafa Venom GT bílarnir orðið verðmætari. Einn heppinn nýr eigandi af Hennessey Venom GT var þó heppinn og krækti í það eintak af bílnum hraðskreiða sem söngvari Aerosmith, Steven Tyler átti. Hann borgaði fyrir bílinn 800.000 dollara á uppboði Barrett-Jackson Scottsdale, eða um 95 milljónir króna. Bílnum fylgdi einn af gíturum Tyler, signeruðum af goðinu sjálfu og vikudvöl í strandvillu Steven Tyler á Hawaii eyjunni Maui. Þessi tiltekni bíll var aðeins einn af fimm Venom GT bílum sem Hennessey smíðaði af árgerð 2013. Nýr svona bíll kostar 1,1 milljón dollara, eða um 130 milljónir króna. Afl bílsins kemur frá 7,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Tog bílsins er 1.565 Nm, hestöflin 1.200 og því má koma honum á 100 km hraða á 2,7 sekúndum og í hámarkshraðann 435 km/klst. Semsagt, enginn aumingi þar á ferð. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvar Steven Tyler sést aka bíl sínum í Kaliforníu árið 2013, þá nýbúinn að eignast bílinn.Síðasti dagurinn sem Steven Tyler átti Hennessey bílinn. Bílar video Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Breytingafyrirtækið Hennessey tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta framleiðslu hraðskreiðasta ökutækis síns, Hennessey Venom GT, en hann er 1.200 hestafla tryllitæki. Þessi bíll er einn af alhraðskreiðustu bílum veraldar og á reyndar núverandi hraðamet fjöldaframleiddra bíla og mældist á 435,2 km hraða árið 2014. Með ákvörðun Hennessey hafa Venom GT bílarnir orðið verðmætari. Einn heppinn nýr eigandi af Hennessey Venom GT var þó heppinn og krækti í það eintak af bílnum hraðskreiða sem söngvari Aerosmith, Steven Tyler átti. Hann borgaði fyrir bílinn 800.000 dollara á uppboði Barrett-Jackson Scottsdale, eða um 95 milljónir króna. Bílnum fylgdi einn af gíturum Tyler, signeruðum af goðinu sjálfu og vikudvöl í strandvillu Steven Tyler á Hawaii eyjunni Maui. Þessi tiltekni bíll var aðeins einn af fimm Venom GT bílum sem Hennessey smíðaði af árgerð 2013. Nýr svona bíll kostar 1,1 milljón dollara, eða um 130 milljónir króna. Afl bílsins kemur frá 7,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Tog bílsins er 1.565 Nm, hestöflin 1.200 og því má koma honum á 100 km hraða á 2,7 sekúndum og í hámarkshraðann 435 km/klst. Semsagt, enginn aumingi þar á ferð. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvar Steven Tyler sést aka bíl sínum í Kaliforníu árið 2013, þá nýbúinn að eignast bílinn.Síðasti dagurinn sem Steven Tyler átti Hennessey bílinn.
Bílar video Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent