Klettur kynnir nýjan Scania 31. janúar 2017 15:00 Tveir glænýir Scania vörubílar sem sýndir voru í glæsilegum sýningarsal Kletts í Klettagörðum 8-10. Mynd/Eyþór Ný kynslóð Scania vöruflutningabíla var frumsýnd í Kletti nýverið. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsum bílanna en hugmyndavinna, þróun og prófanir hafa staðið yfir í áratug. Aksturseiginleikar hafa batnað og aðstaða fyrir ökumann orðin mun betri. Bjarni Arnarson, sölustjóri hjá Kletti, tekur á móti blaðamanni í glæsilegu húsnæði Kletts í Klettagörðum 8-10. Ætlunin er að fræðast meira um nýju línuna frá Scania sem Klettur hélt glæsilega kynningu á í byrjun árs. Förinni er heitið inn á gríðarstórt verkstæði Kletts þar sem bæði vinnuvélar og vöruflutningabílar standa í röðum og færir bifvélavirkjar þjónusta af mikilli lipurð.Bjarni Arnarson (fjórði frá vinstri) ásamt samstarfsfélögum sínum í Kletti.Eftirtektarverðasti bíllinn er þó nýi Scania vöruflutningabíllinn. Bjarni býður blaðamanni að máta hið nýja hús og tilfinningin jafnast á við að setjast inn í vel útbúinn fólksbíl enda hönnun innanrýmisins afar fagleg og falleg. „Þessi breyting á húsunum er búin að taka um tíu ár, það er að segja frá hönnun og til framleiðslu. Þá hefur bíllinn verið í físískum prófunum núna á þriðja ár,“ upplýsir Bjarni sem bendir á að þessi mikla breyting á húsinu sé stærsta fjárfesting sem Scania hafi farið í frá upphafi.Betra loftflæði sparar eldsneyti Þó bíllinn sé mjög keimlíkur fyrirrennaranum er breytingin þó ansi mikil. „Húsið er alveg nýtt og búið að vinna mjög mikið með loftflæðið. Nýju bílarnir spara til dæmis um fjögur til fimm prósent eldsneytis miðað við fyrri týpu, fyrst og fremst vegna betra loftflæðis,“ segir Bjarni. Innréttingin í húsinu er alveg ný. Hún hefur öll verið færð dálítið framar og af því næst ýmis ávinningur. „Bílstjórinn situr nú örlítið nær framrúðunni og hefur þar af leiðandi betri sýn yfir veginn. Auk þess fæst meira innanrými í húsinu. Eins fluttu þeir bílstjórasætið örlítið til vinstri,“ lýsir Bjarni og útskýrir að það hafi verið niðurstaðan eftir fjölmargar prófanir. Til dæmis hafi verið prófað að færa bílstjórann í miðju bílsins.Mælaborðinu er haganlega fyrir komið og öll stjórntæki við höndina.Allt við höndina Mælaborðið er töluvert breytt. Það er tvískipt og sveigt þannig að öll stjórntæki eru við höndina. Aðgerðastillingar eru margar komnar í stýrið og allar ljósastillingar á einn stað í hurðinni. Þá er ýmsum hólfum og öðrum búnaði haganlega fyrir komið þannig að auðvelt er að komast að þeim. Tvær gerðir af húsum eru í boði. Annars vegar R-serían sem hægt er að fá með háum eða lægri toppi. Í henni er mótorkassi á milli sæta sem er 20 cm hár. Hins vegar er það S-línan en þar er aðeins hærra að klifra upp í bílinn en á móti er gólfið í húsinu alveg slétt. „Slíkir bílar eru hugsaðir í langflutninga þar sem menn búa meira í bílunum,“ segir Bjarni og bendir á að hægt sé að breikka rúmið í 90 cm. Þá sé olíumiðstöð í bílnum sem sjái um að halda hita á bílstjóranum í stoppi. Hægt er að velja um þó nokkra aukahluti í bílnum. Hægt er að velja um að vera með ísskáp, frysti, örbylgjuofn, kaffivél og sjónvarp. Í sumum útfærslum er hægt að snúa farþegasætinu til að horfa á sjónvarpið eða slaka á.Öll aðstaða fyrir ökumanninn er orðin mun betri.40 % fljótari að skipta milli gíra Engar breytingar voru gerðar á vélinni að þessu sinni. „Hins vegar var gerð breyting á framfjöðrun og öllu sem tengist upp í húsið, bæði undirstöðum og stýrisbúnaði. Þetta ásamt betra útsýni ökumannsins gerir aksturseiginleika bílsins mun betri. Það er finnanlegur munur,“ segir Bjarni. Önnur nýjung í þessum bílum, sem verður einnig innleidd í eldri seríuna, er uppfærður gírkassi. „Ný gírkassabremsa virkar þannig að bíllinn bremsar niður í neðri tromluna í hverri skiptingu. Bíllinn er þannig 40 prósent fljótari að skipta á milli gíra í dag. Þá er nýr retarder-vökvahemill mun öflugri en hann var.“Mest seldi vörubíllinn Bjarni segir mikinn áhuga vera á Scania bílunum. „Scania hefur verið mest seldi vörubíllinn á Íslandi í þessum hefðbundna vörubílaflokki, 16 tonn og yfir, síðastliðin 16 ár. Á síðasta ári vorum við með 40 prósenta markaðshlutdeild,“ segir Bjarni sem þakkar það fyrst og fremst mjög góðum bíl og öflugu þjónustuneti. „Þetta snýst um að menn fái þá þjónustu sem þeir þurfa, þegar þeir þurfa á henni að halda.“Bætt öryggi Klettur selur Scania bílana með öryggispakka sem inniheldur forstrekkjara í öryggisbelti, öryggispúða í stýri og hliðargardínu. „Enginn annar vörubílaframleiðandi hefur enn þá boðið upp á þessar hliðargardínur en það eru loftpúðar fyrir gluggum. Þessar hliðargardínur eru í raun mun mikilvægari en loftpúðar í stýri. Helstu slysin á vörubílum hér á landi verða þegar bílar velta, og þó menn séu í belti er það brotið glerið í bílstjórarúðunni sem skaðar menn mest. Gardínan kemur hins vegar í veg fyrir það,“ upplýsir Bjarni. Þar með ljúkum við spjalli okkar og klifrum niður úr þessum þægilega íverustað sem Scania er. Nánari upplýsingar má finna á www.klettur.is Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira
Ný kynslóð Scania vöruflutningabíla var frumsýnd í Kletti nýverið. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsum bílanna en hugmyndavinna, þróun og prófanir hafa staðið yfir í áratug. Aksturseiginleikar hafa batnað og aðstaða fyrir ökumann orðin mun betri. Bjarni Arnarson, sölustjóri hjá Kletti, tekur á móti blaðamanni í glæsilegu húsnæði Kletts í Klettagörðum 8-10. Ætlunin er að fræðast meira um nýju línuna frá Scania sem Klettur hélt glæsilega kynningu á í byrjun árs. Förinni er heitið inn á gríðarstórt verkstæði Kletts þar sem bæði vinnuvélar og vöruflutningabílar standa í röðum og færir bifvélavirkjar þjónusta af mikilli lipurð.Bjarni Arnarson (fjórði frá vinstri) ásamt samstarfsfélögum sínum í Kletti.Eftirtektarverðasti bíllinn er þó nýi Scania vöruflutningabíllinn. Bjarni býður blaðamanni að máta hið nýja hús og tilfinningin jafnast á við að setjast inn í vel útbúinn fólksbíl enda hönnun innanrýmisins afar fagleg og falleg. „Þessi breyting á húsunum er búin að taka um tíu ár, það er að segja frá hönnun og til framleiðslu. Þá hefur bíllinn verið í físískum prófunum núna á þriðja ár,“ upplýsir Bjarni sem bendir á að þessi mikla breyting á húsinu sé stærsta fjárfesting sem Scania hafi farið í frá upphafi.Betra loftflæði sparar eldsneyti Þó bíllinn sé mjög keimlíkur fyrirrennaranum er breytingin þó ansi mikil. „Húsið er alveg nýtt og búið að vinna mjög mikið með loftflæðið. Nýju bílarnir spara til dæmis um fjögur til fimm prósent eldsneytis miðað við fyrri týpu, fyrst og fremst vegna betra loftflæðis,“ segir Bjarni. Innréttingin í húsinu er alveg ný. Hún hefur öll verið færð dálítið framar og af því næst ýmis ávinningur. „Bílstjórinn situr nú örlítið nær framrúðunni og hefur þar af leiðandi betri sýn yfir veginn. Auk þess fæst meira innanrými í húsinu. Eins fluttu þeir bílstjórasætið örlítið til vinstri,“ lýsir Bjarni og útskýrir að það hafi verið niðurstaðan eftir fjölmargar prófanir. Til dæmis hafi verið prófað að færa bílstjórann í miðju bílsins.Mælaborðinu er haganlega fyrir komið og öll stjórntæki við höndina.Allt við höndina Mælaborðið er töluvert breytt. Það er tvískipt og sveigt þannig að öll stjórntæki eru við höndina. Aðgerðastillingar eru margar komnar í stýrið og allar ljósastillingar á einn stað í hurðinni. Þá er ýmsum hólfum og öðrum búnaði haganlega fyrir komið þannig að auðvelt er að komast að þeim. Tvær gerðir af húsum eru í boði. Annars vegar R-serían sem hægt er að fá með háum eða lægri toppi. Í henni er mótorkassi á milli sæta sem er 20 cm hár. Hins vegar er það S-línan en þar er aðeins hærra að klifra upp í bílinn en á móti er gólfið í húsinu alveg slétt. „Slíkir bílar eru hugsaðir í langflutninga þar sem menn búa meira í bílunum,“ segir Bjarni og bendir á að hægt sé að breikka rúmið í 90 cm. Þá sé olíumiðstöð í bílnum sem sjái um að halda hita á bílstjóranum í stoppi. Hægt er að velja um þó nokkra aukahluti í bílnum. Hægt er að velja um að vera með ísskáp, frysti, örbylgjuofn, kaffivél og sjónvarp. Í sumum útfærslum er hægt að snúa farþegasætinu til að horfa á sjónvarpið eða slaka á.Öll aðstaða fyrir ökumanninn er orðin mun betri.40 % fljótari að skipta milli gíra Engar breytingar voru gerðar á vélinni að þessu sinni. „Hins vegar var gerð breyting á framfjöðrun og öllu sem tengist upp í húsið, bæði undirstöðum og stýrisbúnaði. Þetta ásamt betra útsýni ökumannsins gerir aksturseiginleika bílsins mun betri. Það er finnanlegur munur,“ segir Bjarni. Önnur nýjung í þessum bílum, sem verður einnig innleidd í eldri seríuna, er uppfærður gírkassi. „Ný gírkassabremsa virkar þannig að bíllinn bremsar niður í neðri tromluna í hverri skiptingu. Bíllinn er þannig 40 prósent fljótari að skipta á milli gíra í dag. Þá er nýr retarder-vökvahemill mun öflugri en hann var.“Mest seldi vörubíllinn Bjarni segir mikinn áhuga vera á Scania bílunum. „Scania hefur verið mest seldi vörubíllinn á Íslandi í þessum hefðbundna vörubílaflokki, 16 tonn og yfir, síðastliðin 16 ár. Á síðasta ári vorum við með 40 prósenta markaðshlutdeild,“ segir Bjarni sem þakkar það fyrst og fremst mjög góðum bíl og öflugu þjónustuneti. „Þetta snýst um að menn fái þá þjónustu sem þeir þurfa, þegar þeir þurfa á henni að halda.“Bætt öryggi Klettur selur Scania bílana með öryggispakka sem inniheldur forstrekkjara í öryggisbelti, öryggispúða í stýri og hliðargardínu. „Enginn annar vörubílaframleiðandi hefur enn þá boðið upp á þessar hliðargardínur en það eru loftpúðar fyrir gluggum. Þessar hliðargardínur eru í raun mun mikilvægari en loftpúðar í stýri. Helstu slysin á vörubílum hér á landi verða þegar bílar velta, og þó menn séu í belti er það brotið glerið í bílstjórarúðunni sem skaðar menn mest. Gardínan kemur hins vegar í veg fyrir það,“ upplýsir Bjarni. Þar með ljúkum við spjalli okkar og klifrum niður úr þessum þægilega íverustað sem Scania er. Nánari upplýsingar má finna á www.klettur.is
Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira