Leikjavísir

Íslandsmótið í Overwatch: Fjögur lið eftir af fjörutíu og níu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einungis fjögur lið eru eftir í fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Overwatch. Alls tóku 49 lið þátt og er búið að spila 91 af 96 leikjum á mótinu og eru undanúrslit næst. Þau fara fram annað kvöld og verður streymt á Twitch-síðu Ljósleiðarans, en einnig verður hægt að nálgast útsendinguna á Vísi.

Undanúrslitin hefjast klukkan átta annað kvöld og lýsendur verða þeir Bergur Theódórsson og Atli Stefán Yngvason.

Úrslitin munu svo ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00.

Hér má sjá nokkur frábær augnablik úr mótinu hingað til. Axel Ólafsson – TF2 Vs Goðar Axel Ólafsson – TF2 Vs La Coka Nostra Ingi Ólafsson - TF2 Vs Goðar Jón Pétur Rúnarsson – TF2 Vs Goðar Trölladráp – TF2 Vs Goðar

Tengdar fréttir

Leikirnir sem beðið er eftir

Á árinu sem nú er nýbyrjað er von á fjölda leikja sem margir bíða eftir með eftirvæntingu og óhætt er að segja að árið lofi góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.