Lífið

Kokteilveisla í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hin árlega hátíð Reykjavík Cocktail Weekend hefst á morgun en þá munu rúmlega 30 veitinga- og skemmtistaðir bjóða uppá úrval kokteila á frábærum kjörum. 

„Við á Hard Rock Café tökum þátt í fjörinu og munum bjóða upp á það besta sem við höfum fram að færa í kokteilum. Við munum bjóða upp á frábæra kokteila á aðeins 1.700 kr. frá miðvikudegi til laugardags 1.–5. febrúar nk. Við verðum með sérstakan gestabarþjón á Hard Rock, Amit Vinter frá Ísrael, en hann hefur keppt fyrir hönd Ísrael á heimsmeistaramóti barþjóna í Flair,” segir Agnar Fjeldsted, veitingastjóri Hard Rock í tilkynningu.

Nú á miðvikudag verður Malibu Cocktail kvöld á Hard Rock í boði Mekka wines and spirit.

„Þar verður sértakur kokteila seðill með okkar vinsælustu Malibu kokteilum á frábæru verði og auk þess verður dj á staðnum til að halda uppi stuðinu. Á föstudaginn verður Don julio Margarita kvöld þar sem allar Margaritur verða á sérverði og að sjálfsögðu verður þá einnig dj á staðnum frá kl 21 um kvöldið og fram eftir. Þetta verður mjög skemmtilegt og það er gaman að geta bryddað upp á svona stemmningu í skammdeginu í byrjun febrúar,” segir Agnar ennfremur.

Samhliða hátíðinni er keppt Íslandsmóti barþjóna, vinnustaðakeppni og keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×