Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 19:15 Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira