Vitnaði í Big Bang Theory í ræðustól Alþingis: „Fjör með fánum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:45 Viktor Orri Valgarðsson í ræðustól Alþingis í dag. Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira