Árið fer vel af stað í bílasölu Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2017 09:44 Jepplingar og jeppar áttu uppá pallborðið hjá íslenskum kaupendum bíla í janúar. Salan á árinu fór vel af stað hjá bílaumboðum landsins en alls voru nýskráðir 1.386 fólks- og sendibílar, 3 prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar nýskráður var 1.341 bíll til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga. Alls voru 216 bílar nýskráðir til bílaleiganna, 56 prósentum færri en í janúar 2016 þegar 495 bílar voru nýskráðir. Vöxtur BL í mánuðinum, samanborið við janúar 2016 nam 19 prósentum, 16 prósentum umfram markaðinn í heild. Hlutfallslega mesta aukningu í mánuðinum miðað við sama tíma í fyrra hafði Brimborg með 47 prósent. Markaðshlutdeild BL í heild í janúar var 28,9%. Næstmesta markaðshlutdeild hafði Toyota með 18,9% og síðan Askja með 16,4%. Sé einungis litið til janúarsölunnar án bílaleigubíla nam markaðshlutdeild BL 29 prósentum. Næst á eftir kom Toyota með 21,3% og svo Brimborg með 16,2 prósenta hlutdeild.Mánuður jeppa og jepplingaSé janúarsalan til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) skoðuð eftir bílaflokkum kemur í ljós að janúar var mánuður jepplinga (sportjeppa), jeppa og pallbíla, en sala þeirra nam rétt rúmlega helmingi sölunnar eða 50,69 prósentum. Þannig var markaðshlutdeild jepplinga 37,44% og jeppa og pallbíla alls 13,25%. Í sama mánuði í fyrra nam sala þessara bílgerða alls 39,24 prósentum sem er raunar sama hlutfall og hún var allt árið 2016.Hyundai i10 leiddi smábílasölunaHvað varðar sölu á smábílum (A-flokkur) til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleigubíla í janúar var Hyundai i10 leiðandi á markaðnum í mánuðinum með rúmlega 34% hlutdeild og Toyota Aygo þar á eftir með 25% hlutdeild. Af einstökum merkjum hjá BL hafði Nissan mestu markaðshludeildina, tæp 25%, þar sem Qashqai bar hæst með alls 37 bíla af 100 sem nýskráðir voru í janúar.BL leiðandi á sendibílamarkaðiÍ flokki lítilla og meðalstórra sendibíla nam markaðshlutdeild BL 33,8 prósentum í janúar í sölu til einstaklinga og fyrirtækja en alls 47,7 prósentum að viðbættum bílaleigubílum. Markaðshlutdeild Nissan í sendibílasölu janúarmánaðar var 26,6% og Renault 21,4%. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Salan á árinu fór vel af stað hjá bílaumboðum landsins en alls voru nýskráðir 1.386 fólks- og sendibílar, 3 prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar nýskráður var 1.341 bíll til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga. Alls voru 216 bílar nýskráðir til bílaleiganna, 56 prósentum færri en í janúar 2016 þegar 495 bílar voru nýskráðir. Vöxtur BL í mánuðinum, samanborið við janúar 2016 nam 19 prósentum, 16 prósentum umfram markaðinn í heild. Hlutfallslega mesta aukningu í mánuðinum miðað við sama tíma í fyrra hafði Brimborg með 47 prósent. Markaðshlutdeild BL í heild í janúar var 28,9%. Næstmesta markaðshlutdeild hafði Toyota með 18,9% og síðan Askja með 16,4%. Sé einungis litið til janúarsölunnar án bílaleigubíla nam markaðshlutdeild BL 29 prósentum. Næst á eftir kom Toyota með 21,3% og svo Brimborg með 16,2 prósenta hlutdeild.Mánuður jeppa og jepplingaSé janúarsalan til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) skoðuð eftir bílaflokkum kemur í ljós að janúar var mánuður jepplinga (sportjeppa), jeppa og pallbíla, en sala þeirra nam rétt rúmlega helmingi sölunnar eða 50,69 prósentum. Þannig var markaðshlutdeild jepplinga 37,44% og jeppa og pallbíla alls 13,25%. Í sama mánuði í fyrra nam sala þessara bílgerða alls 39,24 prósentum sem er raunar sama hlutfall og hún var allt árið 2016.Hyundai i10 leiddi smábílasölunaHvað varðar sölu á smábílum (A-flokkur) til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleigubíla í janúar var Hyundai i10 leiðandi á markaðnum í mánuðinum með rúmlega 34% hlutdeild og Toyota Aygo þar á eftir með 25% hlutdeild. Af einstökum merkjum hjá BL hafði Nissan mestu markaðshludeildina, tæp 25%, þar sem Qashqai bar hæst með alls 37 bíla af 100 sem nýskráðir voru í janúar.BL leiðandi á sendibílamarkaðiÍ flokki lítilla og meðalstórra sendibíla nam markaðshlutdeild BL 33,8 prósentum í janúar í sölu til einstaklinga og fyrirtækja en alls 47,7 prósentum að viðbættum bílaleigubílum. Markaðshlutdeild Nissan í sendibílasölu janúarmánaðar var 26,6% og Renault 21,4%.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent