Lífið

Obama rústaði Branson á flugdrekabretti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Richard Branson og Barack Obama eru félagar.
Richard Branson og Barack Obama eru félagar. Vísir/Getty
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, virðist nýta tímann til þess að slaka vel á nú þegar stjórn Bandaríkjanna er ekki lengur á hans herðum.

Hann og eiginkona hans, Michelle, virðast hafa tekið því afar rólega í fylgd breska auðjöfursins Richard Branson. Eyddu þau tíma saman á Necker-eyju, einkaeyju Branson í Kyrrahafi.

Branson hefur birt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, af þeim félögum keppa á flugdrekabrettum (e. kitesurfing). 

Í bloggfærslu á vef Branson segir að hann hafi skorað forsetann fyrrverandi í keppni um hver kæmist lengst á brettinu. Óhætt er að segja að Obama hafi farið létt með Branson.

Vel virðist hafa farið á með þeim félögum líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.