Er þörf fyrir myndavélavöktun í umferðinni? Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 11:30 Bílmyndavélar eru mikið notaðar í Rússlandi. Hver kannast ekki við myndbönd af óhöppum í umferðinni sem flæða yfir veraldarvefinn? Oftar en ekki eiga þessi myndbönd uppruna sinn í Rússlandi og það er góð ástæða fyrir því. Þar í landi eru margir sem keyra ótryggðir og auk þess er talsvert um að gangandi vegfarendur reyni jafnvel að kasta sér í veg fyrir bílaumferð í von um veglegar tryggingarbætur. Þess vegna verja margir sig í Rússlandi með því að nota myndbandsupptökuvélar í bílum sínum sem taka upp allt það sem gerist meðan bíllinn er á ferð. Sumar þessara myndavéla eru meira að segja með hreyfiskynjurum og geta tekið upp um leið og þær nema hreyfingu fyrir utan bílinn. Í Rússlandi blómstrar því markaður fyrir slíkar vélar og það kemur ekki á óvart að margar þær vélar og hugbúnaður sem eru á boðstólum koma einmitt frá Rússlandi. Ein slík vél hefur verið til prófunar hérlendis í vetur og hugbúnaðurinn sem fylgdi vélinni var einmitt rússneskur. Það var kannski kaldhæðni örlaganna að sá er reyndar nýlega látinn í umferðarslysi á mótorhjóli.Geymir 16 klst af efni Street Guardian myndavélin sem prófuð var er áströlsk að uppruna. Vélin sem slík er ekki fyrirferðarmikil og lítið mál að koma henni fyrir, venjulega bakvið baksýnisspegil þar sem hún heftir ekki útsýni ökumannsins. Einnig fylgir henni staðsetningarbúnaður svo hægt sé að sýna raunhraða og staðsetningu bílsins með miklli nákvæmni. Einmitt þessi búnaður gæti komið sér vel þegar óhapp verður og bíleigandinn þarf að sanna mál sitt fyrir tryggingarfélagi. Með vélinni fylgir 32 gígabæta minniskort en kaupa má allt að 128 gígabæta kort sem geymir þá yfir 16 klukkustundir af efni. Með því að ýta á einn takka á vélinni vistar hún einnig sérstaklega nokkurra mínútna myndskeið. Með því að tengja vélina beint við rafkerfi bílsins kveikir hún á sér sjálf og hefur strax upptöku, svo aldrei þarf að hafa áhyggjur af því að gleyma að kveikja á vélinni. Hún virðist þola vel íslenskar aðstæður og frost og eins og hálfs tommu litaskjárinn sýnir skýra mynd ef kveikt er á honum. Fyrirtækið Sportmyndavélar eru með svona vélar til sölu hérlendis fyrir þá sem telja að not séu fyrir slíkar vélar hérlendis. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent
Hver kannast ekki við myndbönd af óhöppum í umferðinni sem flæða yfir veraldarvefinn? Oftar en ekki eiga þessi myndbönd uppruna sinn í Rússlandi og það er góð ástæða fyrir því. Þar í landi eru margir sem keyra ótryggðir og auk þess er talsvert um að gangandi vegfarendur reyni jafnvel að kasta sér í veg fyrir bílaumferð í von um veglegar tryggingarbætur. Þess vegna verja margir sig í Rússlandi með því að nota myndbandsupptökuvélar í bílum sínum sem taka upp allt það sem gerist meðan bíllinn er á ferð. Sumar þessara myndavéla eru meira að segja með hreyfiskynjurum og geta tekið upp um leið og þær nema hreyfingu fyrir utan bílinn. Í Rússlandi blómstrar því markaður fyrir slíkar vélar og það kemur ekki á óvart að margar þær vélar og hugbúnaður sem eru á boðstólum koma einmitt frá Rússlandi. Ein slík vél hefur verið til prófunar hérlendis í vetur og hugbúnaðurinn sem fylgdi vélinni var einmitt rússneskur. Það var kannski kaldhæðni örlaganna að sá er reyndar nýlega látinn í umferðarslysi á mótorhjóli.Geymir 16 klst af efni Street Guardian myndavélin sem prófuð var er áströlsk að uppruna. Vélin sem slík er ekki fyrirferðarmikil og lítið mál að koma henni fyrir, venjulega bakvið baksýnisspegil þar sem hún heftir ekki útsýni ökumannsins. Einnig fylgir henni staðsetningarbúnaður svo hægt sé að sýna raunhraða og staðsetningu bílsins með miklli nákvæmni. Einmitt þessi búnaður gæti komið sér vel þegar óhapp verður og bíleigandinn þarf að sanna mál sitt fyrir tryggingarfélagi. Með vélinni fylgir 32 gígabæta minniskort en kaupa má allt að 128 gígabæta kort sem geymir þá yfir 16 klukkustundir af efni. Með því að ýta á einn takka á vélinni vistar hún einnig sérstaklega nokkurra mínútna myndskeið. Með því að tengja vélina beint við rafkerfi bílsins kveikir hún á sér sjálf og hefur strax upptöku, svo aldrei þarf að hafa áhyggjur af því að gleyma að kveikja á vélinni. Hún virðist þola vel íslenskar aðstæður og frost og eins og hálfs tommu litaskjárinn sýnir skýra mynd ef kveikt er á honum. Fyrirtækið Sportmyndavélar eru með svona vélar til sölu hérlendis fyrir þá sem telja að not séu fyrir slíkar vélar hérlendis.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent