Nissan kemur til móts við þarfir þeirra sem vilja samnýta bílinn með öðrum Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 09:15 Ný kynslóð Nissan Micra þykir henta vel í verkefnið. Á tækniráðstefnunni The Web Summit í Lissabon í nóvember nk., mun Carlos Ghosn, stjórnarformaður og forstjóri Nissan, segja frá nýju verkefni sem fyrirtækið hyggst ýta úr vör á Parísarsvæðinu í Frakklandi í apríl. Verkefnið sem kallast Nissan Intelligent Get & Go Micra byggist á þörfum fólks sem hefur áhuga á að deila eignarhaldi og notum á einkabíl með öðrum. Nissan hyggst finna einstaklinga sem svipaðar þarfir og velja þá saman sem heppilegast er að deili saman bíl, m.a. með tilliti til búsetu og áfangastaðar. Þess vegna þurfa þeir sem vilja taka þátt að vera skráðir á samfélagsmiðlum þar sem þeir skrá helstu upplýsingar um sig, svo sem búsetu, vinnustað og fleira og séu með staðsetningu sína virka í snjallsímanum sínum til að tölvukerfi Nissan geti búið til hópa fólks sem hentar best að deila bíl til að nýtingin á bílnum verði sem best. Greiðslufyrirkomulagið verður með þeim hætti að notendur greiða mánaðarlega í samræmi við notkun sína þannig að þeir sem nota bílinn mest munu greiða mest. Greiðsluseðillinn inniheldur tryggingar og þjónustuskoðanir.Aukinn sveigjanleiki Ghosn segir að Nissan sé með verkefninu að taka þátt í þeirri þróun sem sé að verða í heiminum þar sem hlutverk „einkabílsins“ í huga unga fólksins sé að breytast og verða sveigjanlegra. Bíllinn gegni félagslegu hlutverki í ríkari mæli og sífellt fleiri vilji dreifa eignarhaldi á bíl með öðrum sem hafa svipaðar þarfir. Því fylgi bæði aukið frelsi og minni kostnaður. Ghosn segir að hinn splunkunýi Micra sé kjörinn bíll fyrir þetta hlutverk enda búinn þeim tækninýjungum sem unga fólkið hafi mesta þörf fyrir. Nýr Nissan Micra er smíðaður í verksmiðju Renault í Flins skammt utan Parísar og er Micra fyrsti bíll Nissan sem smíðaður er hjá Renault. Fyrstu bílarnir fara á helstu lykilmarkaði í Evrópu um miðjan febrúar. BL fær fyrstu bílana í mars. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Á tækniráðstefnunni The Web Summit í Lissabon í nóvember nk., mun Carlos Ghosn, stjórnarformaður og forstjóri Nissan, segja frá nýju verkefni sem fyrirtækið hyggst ýta úr vör á Parísarsvæðinu í Frakklandi í apríl. Verkefnið sem kallast Nissan Intelligent Get & Go Micra byggist á þörfum fólks sem hefur áhuga á að deila eignarhaldi og notum á einkabíl með öðrum. Nissan hyggst finna einstaklinga sem svipaðar þarfir og velja þá saman sem heppilegast er að deili saman bíl, m.a. með tilliti til búsetu og áfangastaðar. Þess vegna þurfa þeir sem vilja taka þátt að vera skráðir á samfélagsmiðlum þar sem þeir skrá helstu upplýsingar um sig, svo sem búsetu, vinnustað og fleira og séu með staðsetningu sína virka í snjallsímanum sínum til að tölvukerfi Nissan geti búið til hópa fólks sem hentar best að deila bíl til að nýtingin á bílnum verði sem best. Greiðslufyrirkomulagið verður með þeim hætti að notendur greiða mánaðarlega í samræmi við notkun sína þannig að þeir sem nota bílinn mest munu greiða mest. Greiðsluseðillinn inniheldur tryggingar og þjónustuskoðanir.Aukinn sveigjanleiki Ghosn segir að Nissan sé með verkefninu að taka þátt í þeirri þróun sem sé að verða í heiminum þar sem hlutverk „einkabílsins“ í huga unga fólksins sé að breytast og verða sveigjanlegra. Bíllinn gegni félagslegu hlutverki í ríkari mæli og sífellt fleiri vilji dreifa eignarhaldi á bíl með öðrum sem hafa svipaðar þarfir. Því fylgi bæði aukið frelsi og minni kostnaður. Ghosn segir að hinn splunkunýi Micra sé kjörinn bíll fyrir þetta hlutverk enda búinn þeim tækninýjungum sem unga fólkið hafi mesta þörf fyrir. Nýr Nissan Micra er smíðaður í verksmiðju Renault í Flins skammt utan Parísar og er Micra fyrsti bíll Nissan sem smíðaður er hjá Renault. Fyrstu bílarnir fara á helstu lykilmarkaði í Evrópu um miðjan febrúar. BL fær fyrstu bílana í mars.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent