Öryggisnetið Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Bandaríski rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald sagði að það væri prófsteinn fyrir fyrsta flokks gáfur hjá einstaklingnum að geta verið samtímis með tvær fullkomlega andstæðar skoðanir á sama máli en samt verið starfhæfur og haldið fullri virkni í daglegu lífi. Fitzgerald dó langt fyrir aldur fram úr alkóhólisma en hann hafði rétt fyrir sér að ákveðnu leyti. Flest stór menningarsamfélög síðustu þúsund ára eða svo hafa verið í mótsögn við sjálf sig á einhverjum tímapunkti eða öðrum. Í þessum samfélögum hafa þrifist hugmyndir samtímis sem ganga fullkomlega í berhögg við hvor aðra. Lífsstíll í enskum miðaldasamfélögum þar sem riddarar voru blóðþyrstir morðingjar í þjónustu konungs en iðkuðu samtímis kristna trú, krossferðirnar og hræsni páfans í Róm gegnum aldirnar eru bara nokkur dæmi. Segja má að tíminn frá 1789 hafi einkennst af tilraunastarfsemi hugmyndakerfa þar sem tekist hafa á frelsi og jöfnuður. Tilraunin með hreinan sósíalisma misheppnaðist og hömlulaus kapítalismi skapar ekki bara félagslega fátækt, þar sem tækifærin eru skert, heldur áþreifanlega fátækt þar sem ekkert öryggisnet er til staðar og stór hluti fólks á hvorki mat né þak yfir höfuðið. Ein skýrasta birtingarmynd um hvers konar samfélag óheftur kapítalismi hefur í för með sér eru Bandaríkin þar sem ungbarnadauði er hærri en á Kúbu, í Hvíta-Rússlandi og Malasíu. Bandaríkin eru samfélag öfganna þar sem tækniþróun og framfarir eru mestar en stór hluti borgaranna býr við hörmuleg lífskjör. Í samfélagi geta tvær ólíkar hugmyndastefnur verið ráðandi á sama tíma. Þannig getur samfélag viðurkennt mikilvægi þess að ekki megi takmarka um of frelsi frumkvöðla til að skapa verðmæti því þeir séu drifkraftur samfélagsins. Hins vegar megi skattleggja þá þegar þeir afla sér tekna og þannig skerða frelsi þeirra. Nær öll evrópsk nútímasamfélög standa vörð um frelsi og jöfnuð á sama tíma. Þannig eru þessar ósamrýmanlegu hugmyndastefnur ráðandi samtímis. Pólitískar átakalínur í þessum ríkjum eru bara birting þess að fólk er ósammála um hvar skurðpunktar þessara ólíku stefna eigi að liggja. Fyrir síðustu alþingiskosningar dreifðu nokkrir Sjálfstæðismenn listum frá alþjóðlegum stofnunum sem sýndu hvar Ísland hefði skarað fram úr í alþjóðlegum samanburði. Tilgangurinn var að sýna svart á hvítu (og það réttilega) hvað Ísland væri gott samfélag. Ójöfnuður er hér lítill þrátt fyrir hið kapítalíska hagkerfi og stuðlar sem mæla bæði hamingju þjóðarinnar og innviði samfélagsins eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði. Þetta var klókt hjá Sjálfstæðismönnum en það láðist hins vegar að taka fram að Ísland hefur skarað fram úr á þessum listum af því að Ísland er velferðarsamfélag með djúpar sósíaldemókratískar rætur. Hrepparnir í íslenska þjóðveldinu voru sjálfsprottið velferðarkerfi í þjóðfélagi án ríkisvalds. Íslenska öryggisnetið er þannig þúsund ára gamalt fyrirbæri. Faðmlag íslenska öryggisnetsins við frjálsan markaðsbúskap og aðgang að innri markaði Evrópu með aðild að EES-samningnum er ástæða þess að á Íslandi er jöfnuður og efnahagsleg velsæld á sama tíma. Ekki óheftur kapítalismi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Bandaríski rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald sagði að það væri prófsteinn fyrir fyrsta flokks gáfur hjá einstaklingnum að geta verið samtímis með tvær fullkomlega andstæðar skoðanir á sama máli en samt verið starfhæfur og haldið fullri virkni í daglegu lífi. Fitzgerald dó langt fyrir aldur fram úr alkóhólisma en hann hafði rétt fyrir sér að ákveðnu leyti. Flest stór menningarsamfélög síðustu þúsund ára eða svo hafa verið í mótsögn við sjálf sig á einhverjum tímapunkti eða öðrum. Í þessum samfélögum hafa þrifist hugmyndir samtímis sem ganga fullkomlega í berhögg við hvor aðra. Lífsstíll í enskum miðaldasamfélögum þar sem riddarar voru blóðþyrstir morðingjar í þjónustu konungs en iðkuðu samtímis kristna trú, krossferðirnar og hræsni páfans í Róm gegnum aldirnar eru bara nokkur dæmi. Segja má að tíminn frá 1789 hafi einkennst af tilraunastarfsemi hugmyndakerfa þar sem tekist hafa á frelsi og jöfnuður. Tilraunin með hreinan sósíalisma misheppnaðist og hömlulaus kapítalismi skapar ekki bara félagslega fátækt, þar sem tækifærin eru skert, heldur áþreifanlega fátækt þar sem ekkert öryggisnet er til staðar og stór hluti fólks á hvorki mat né þak yfir höfuðið. Ein skýrasta birtingarmynd um hvers konar samfélag óheftur kapítalismi hefur í för með sér eru Bandaríkin þar sem ungbarnadauði er hærri en á Kúbu, í Hvíta-Rússlandi og Malasíu. Bandaríkin eru samfélag öfganna þar sem tækniþróun og framfarir eru mestar en stór hluti borgaranna býr við hörmuleg lífskjör. Í samfélagi geta tvær ólíkar hugmyndastefnur verið ráðandi á sama tíma. Þannig getur samfélag viðurkennt mikilvægi þess að ekki megi takmarka um of frelsi frumkvöðla til að skapa verðmæti því þeir séu drifkraftur samfélagsins. Hins vegar megi skattleggja þá þegar þeir afla sér tekna og þannig skerða frelsi þeirra. Nær öll evrópsk nútímasamfélög standa vörð um frelsi og jöfnuð á sama tíma. Þannig eru þessar ósamrýmanlegu hugmyndastefnur ráðandi samtímis. Pólitískar átakalínur í þessum ríkjum eru bara birting þess að fólk er ósammála um hvar skurðpunktar þessara ólíku stefna eigi að liggja. Fyrir síðustu alþingiskosningar dreifðu nokkrir Sjálfstæðismenn listum frá alþjóðlegum stofnunum sem sýndu hvar Ísland hefði skarað fram úr í alþjóðlegum samanburði. Tilgangurinn var að sýna svart á hvítu (og það réttilega) hvað Ísland væri gott samfélag. Ójöfnuður er hér lítill þrátt fyrir hið kapítalíska hagkerfi og stuðlar sem mæla bæði hamingju þjóðarinnar og innviði samfélagsins eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði. Þetta var klókt hjá Sjálfstæðismönnum en það láðist hins vegar að taka fram að Ísland hefur skarað fram úr á þessum listum af því að Ísland er velferðarsamfélag með djúpar sósíaldemókratískar rætur. Hrepparnir í íslenska þjóðveldinu voru sjálfsprottið velferðarkerfi í þjóðfélagi án ríkisvalds. Íslenska öryggisnetið er þannig þúsund ára gamalt fyrirbæri. Faðmlag íslenska öryggisnetsins við frjálsan markaðsbúskap og aðgang að innri markaði Evrópu með aðild að EES-samningnum er ástæða þess að á Íslandi er jöfnuður og efnahagsleg velsæld á sama tíma. Ekki óheftur kapítalismi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.