Benz greiðir 660.000 kr. bónus til starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2017 16:18 Mercedes Benz verksmiðja í Þýskalandi. Það er ekki óþekkt meðal þýskra bílaframleiðenda að greiða starfsfólki sínum væna bónusa eftir góð söluár og það á við í tilfelli Mercedes Benz eftir frábært söluár í fyrra. Þá seldi Benz 2.083.888 bíla og sló fyrri sölumet og komst með því framúr BMW sem stærsti lúxusbílasali heims, en BMW seldi 2.003.359 bíla í fyrra. Fyrir vikið ætlar Benz að verðlauna starfsmenn sína með 5.400 evra bónus, eða um 660.000 krónum. Benz hóf að greiða þessa bónusa árið 1997 og hefur gert allar götur síðan og byggir hann á hagnaði fyrirtækisins hverju sinni. Hagnaður Benz nam 1.600 milljörðum króna í fyrra og var hann örlítið minni en árið áður og því eru bónusarnir nú einnig örlítið lægri. Eftir árið 2015 námu bónusarnir 5.650 evrum. Þessi bónus nú er engu að síður sá næsthæsti í sögu fyrirtækisins, en hæsti bónusinn var greiddur fyrir ári síðan. Söluhæsti bíll Mercedes Benz í fyrra var C-Class með um 450.000 bíla sölu. Stærsta söluland Mercedes Bernz í fyrra var í Kína. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Það er ekki óþekkt meðal þýskra bílaframleiðenda að greiða starfsfólki sínum væna bónusa eftir góð söluár og það á við í tilfelli Mercedes Benz eftir frábært söluár í fyrra. Þá seldi Benz 2.083.888 bíla og sló fyrri sölumet og komst með því framúr BMW sem stærsti lúxusbílasali heims, en BMW seldi 2.003.359 bíla í fyrra. Fyrir vikið ætlar Benz að verðlauna starfsmenn sína með 5.400 evra bónus, eða um 660.000 krónum. Benz hóf að greiða þessa bónusa árið 1997 og hefur gert allar götur síðan og byggir hann á hagnaði fyrirtækisins hverju sinni. Hagnaður Benz nam 1.600 milljörðum króna í fyrra og var hann örlítið minni en árið áður og því eru bónusarnir nú einnig örlítið lægri. Eftir árið 2015 námu bónusarnir 5.650 evrum. Þessi bónus nú er engu að síður sá næsthæsti í sögu fyrirtækisins, en hæsti bónusinn var greiddur fyrir ári síðan. Söluhæsti bíll Mercedes Benz í fyrra var C-Class með um 450.000 bíla sölu. Stærsta söluland Mercedes Bernz í fyrra var í Kína.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent