Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 10:00 Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt Vísir/EPA Lady Gaga kom fram í hinum sögufræga hálfleik á Super Bowl í nótt. Atriðið var þrettán mínútna langt, hún tók eitt stykki búningaskipti, stökk inn á leikvanginn af þaki hans og flutti alla helstu slagarana, meðal annars með aðstoð 300 flygilda. Hún fór létt með þetta stærsta svið Bandaríkjanna þar sem Beyoncé, The Rolling Stones, Michael Jackson og Prince hafa meðal annars komið fram. Þau atriði eri fyrir löngu komin í sögubækurnar og hver man ekki eftir geirvörtu Janet Jackson? Þó urðu ýmsir fyrir vonbrigðum með Gaga og þótti hún ekki nógu pólitísk. Super Bowl er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og áttu margir von á að Lady Gaga myndi nota tækifærið og predika um stjórnmál í Bandaríkjunum. Gaga hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vera pólitísk og þá sérstaklega þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Nú, þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta, eru strax komnir á kreik orðrómar um að hann ætli sér að hefta réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Þá er einungis ár síðan Beyoncé stal senunni af hljómsveitinni Coldplay, sem áttu að vera aðalatriðið, með vísunum í Svörtu Pardusana og þrautargöngu svartra í Bandaríkjunum. Raunar fannst mörgum undarlegt að Beyoncé hafi ekki verið óvæntur gestur í atriðinu. Lady Gaga tók lagið Telephone sem hún flutti ásamt Beyoncé árið 2010 og héldu margir að drottningin sjálf myndi birtast þegar upphafsstefið hófst og veltu margir vöngum yfir hvers vegna Gaga ákvað að flytja lagið án hennar.Fyrir leikinn hafði Gaga sagt að einu yfirlýsingarnar sem hún myndi vera með í hálfleik yrðu þær sömu og hún hefur gefið í gegnum tíðina. „Ég trúi á jafnrétti og að þetta land byggi á ást, samkennd og góðmennsku. Atriði mitt mun einkennast af þessum hugmyndum,“ sagði Gaga á blaðamannafundi á fimmtudag. Hún stóð við þau orð og einkenndist atriðið af samstöðu ásamt hárfínum skilaboðum um mótstöðu gegn óréttlæti, án þess að vekja upp of margar spurningar hjá stuðningsmönnum forsetans. Pólitíkin leyndist aðallega í lagavalinu. Gaga hóf sýninguna til að mynda á því að flytja „God Bless America“ og svo „This Land is Your Land“ eftir Woodie Guthrie. Túlka má lagavalið sem gagnrýni á forsetann, ekki einungis fyrir textann heldur einnig þar sem Guthrie samdi á ferli sínum lag þar sem hann gagnrýndi leigusala sinn á sjötta áratugnum, Fred Trump, föður Donald. Guthrie sakaði fasteignamógúlinn Trump um að mismuna fólk með því að neita að leigja svörtu fólki íbúðir. Þá lagði Gaga áherslu á meginstoðir amerísks samfélags um frelsi og réttlæti fyrir alla.Margir vilja meina að flutningur á laginu Born This Way hafi verið beint skot á Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem hefur verið hávær gagnrýnandi réttindabaráttu hinsegin fólks. Boðskapur lagsins er, eins og nafnið gefur til kynna, að fólk eigi að vera stolt af því hvernig það er því „guð gerir engin mistök.“ Að öðru leyti var atriði Gaga nokkuð hófstillt, sérstaklega fyrir söngkonu sem hefur byggt allan sinn feril á að ögra. Það var ekkert um satanískar trúarathafnir, ekkert um vísanir í Svarta Pardusa eða Stonewall mótmælin. Bara Gaga. En Gaga er alltaf á einhvern hátt pólitísk. Lögin hennar og ímynd hafa alltaf verið milli tannanna á fólki. Born This Way fjallar um að allir, sama af hvaða kyni, kynþætti, kynhneigð eða trúarbrögðum þeir eru, séu jafnir. Just Dance gaf heiminum þann boðskap að dansa bara og þá yrði allt í lagi. „Við erum hér til að láta ykkur líða vel,“ sagði Gaga við áhorfendur áður en hún flutti lagið Million Reasons. Einkennandi fyrir þægilegt, óaðfinnanlega flutt og nægilega ópólitískt atriði svo að enginn yrði of styggur.WOW. Amazing.@ladygaga's #PepsiHalftime Show! #SB51 https://t.co/z9vCKRBKkC— NFL (@NFL) February 6, 2017 Þar sem vantaði ekki pólitíkina hins vegar var í auglýsingunum. Super Bowl auglýsingarnar eru þær dýrustu sem framleiddar eru í Bandaríkjunum og skarta oftar en ekki heimsfrægum stjörnum.Sjá einnig: Super Bowl auglýsingarnar 2017: Fljúgandi draugahundur, Melissa McCarthy og Justin Bieber Í ár lék poppstjarnan Justin Bieber til að mynda í auglýsingu fyrir símafyrirtækið T-Mobile. Þá lék Tom Brady, sem fór með sigur af hólmi ásamt félögum sínum í New England Patriots, í auglýsingu fyrir tölvufyrirtækið Intel. Svo virðist sem jafnrétti og innflytjendamál hafi verið ofarlega í huga starfsfólk auglýsingastofanna vestanhafs undanfarin misseri. Ekki skrítið kannski, miðað við stefnu nýkjörins forseta í þeim málaflokkum.Auglýsing bílarisans Audi hefur vakið mikla athygli, en þar veltir hugulsamur faðir vöngum yfir því hvernig hann eigi að útskýra ójafna stöðu kynjanna fyrir dóttur sinni. Auglýsingin hefur vakið athygli bæði fyrir boðskapinn og hræsni fyrirtækisins fyrir að berjast fyrir jafnrétti þegar engin kona situr í stjórn þess.Gistiheimilaveitan Airbnb lét sig ekki vanta í pólitísku umræðuna. Í auglýsingu þeirra, sem var gerð á einungis örfáum dögum í síðustu viku, mátti sjá fólk af öllum kynþáttum og trúarbrögðum. Boðskapurinn var að allir séu velkomnir í leiguhúsnæði Airbnb. Fyrirtækið sjálft ræður raunar litlu um það hverjir fá leigt húsnæði, þar sem eigendur húsnæðisins leigja það sjálfir út.Acceptance starts with all of us. #weaccept pic.twitter.com/btgqyYHVTK— Airbnb (@Airbnb) February 6, 2017 Þá var timburfyrirtækið 84 lumber einnig orðið hápólitískt. Í auglýsingu þeirra mátti sjá fjölskyldu frá mið-Ameríku og ferðalag þeirra til Bandaríkjanna. Í fullri lengd auglýsingarinnar sést fjölskyldan koma að risastórum vegg við komu sína til Bandaríkjanna og uppgötva að einhver hefur komið fyrir hurð. Tengdar fréttir Super Bowl auglýsingarnar 2017: Fljúgandi draugahundur, Melissa McCarthy og Justin Bieber Auglýsingarnar fyrir Ofurskálina eða Superbowl eru eftirminnilegar ár hvert, en að þessu sinni eru þær sérlega glæsilegar. 5. febrúar 2017 21:00 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Super Bowl: Sjáðu magnaða hálfleikssýningu Lady Gaga Lady Gaga sendi Donald Trump óbein skilaboð í hálfleikssýningu sinni á Supur Bowl. 6. febrúar 2017 08:21 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Lady Gaga kom fram í hinum sögufræga hálfleik á Super Bowl í nótt. Atriðið var þrettán mínútna langt, hún tók eitt stykki búningaskipti, stökk inn á leikvanginn af þaki hans og flutti alla helstu slagarana, meðal annars með aðstoð 300 flygilda. Hún fór létt með þetta stærsta svið Bandaríkjanna þar sem Beyoncé, The Rolling Stones, Michael Jackson og Prince hafa meðal annars komið fram. Þau atriði eri fyrir löngu komin í sögubækurnar og hver man ekki eftir geirvörtu Janet Jackson? Þó urðu ýmsir fyrir vonbrigðum með Gaga og þótti hún ekki nógu pólitísk. Super Bowl er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og áttu margir von á að Lady Gaga myndi nota tækifærið og predika um stjórnmál í Bandaríkjunum. Gaga hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vera pólitísk og þá sérstaklega þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Nú, þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta, eru strax komnir á kreik orðrómar um að hann ætli sér að hefta réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Þá er einungis ár síðan Beyoncé stal senunni af hljómsveitinni Coldplay, sem áttu að vera aðalatriðið, með vísunum í Svörtu Pardusana og þrautargöngu svartra í Bandaríkjunum. Raunar fannst mörgum undarlegt að Beyoncé hafi ekki verið óvæntur gestur í atriðinu. Lady Gaga tók lagið Telephone sem hún flutti ásamt Beyoncé árið 2010 og héldu margir að drottningin sjálf myndi birtast þegar upphafsstefið hófst og veltu margir vöngum yfir hvers vegna Gaga ákvað að flytja lagið án hennar.Fyrir leikinn hafði Gaga sagt að einu yfirlýsingarnar sem hún myndi vera með í hálfleik yrðu þær sömu og hún hefur gefið í gegnum tíðina. „Ég trúi á jafnrétti og að þetta land byggi á ást, samkennd og góðmennsku. Atriði mitt mun einkennast af þessum hugmyndum,“ sagði Gaga á blaðamannafundi á fimmtudag. Hún stóð við þau orð og einkenndist atriðið af samstöðu ásamt hárfínum skilaboðum um mótstöðu gegn óréttlæti, án þess að vekja upp of margar spurningar hjá stuðningsmönnum forsetans. Pólitíkin leyndist aðallega í lagavalinu. Gaga hóf sýninguna til að mynda á því að flytja „God Bless America“ og svo „This Land is Your Land“ eftir Woodie Guthrie. Túlka má lagavalið sem gagnrýni á forsetann, ekki einungis fyrir textann heldur einnig þar sem Guthrie samdi á ferli sínum lag þar sem hann gagnrýndi leigusala sinn á sjötta áratugnum, Fred Trump, föður Donald. Guthrie sakaði fasteignamógúlinn Trump um að mismuna fólk með því að neita að leigja svörtu fólki íbúðir. Þá lagði Gaga áherslu á meginstoðir amerísks samfélags um frelsi og réttlæti fyrir alla.Margir vilja meina að flutningur á laginu Born This Way hafi verið beint skot á Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem hefur verið hávær gagnrýnandi réttindabaráttu hinsegin fólks. Boðskapur lagsins er, eins og nafnið gefur til kynna, að fólk eigi að vera stolt af því hvernig það er því „guð gerir engin mistök.“ Að öðru leyti var atriði Gaga nokkuð hófstillt, sérstaklega fyrir söngkonu sem hefur byggt allan sinn feril á að ögra. Það var ekkert um satanískar trúarathafnir, ekkert um vísanir í Svarta Pardusa eða Stonewall mótmælin. Bara Gaga. En Gaga er alltaf á einhvern hátt pólitísk. Lögin hennar og ímynd hafa alltaf verið milli tannanna á fólki. Born This Way fjallar um að allir, sama af hvaða kyni, kynþætti, kynhneigð eða trúarbrögðum þeir eru, séu jafnir. Just Dance gaf heiminum þann boðskap að dansa bara og þá yrði allt í lagi. „Við erum hér til að láta ykkur líða vel,“ sagði Gaga við áhorfendur áður en hún flutti lagið Million Reasons. Einkennandi fyrir þægilegt, óaðfinnanlega flutt og nægilega ópólitískt atriði svo að enginn yrði of styggur.WOW. Amazing.@ladygaga's #PepsiHalftime Show! #SB51 https://t.co/z9vCKRBKkC— NFL (@NFL) February 6, 2017 Þar sem vantaði ekki pólitíkina hins vegar var í auglýsingunum. Super Bowl auglýsingarnar eru þær dýrustu sem framleiddar eru í Bandaríkjunum og skarta oftar en ekki heimsfrægum stjörnum.Sjá einnig: Super Bowl auglýsingarnar 2017: Fljúgandi draugahundur, Melissa McCarthy og Justin Bieber Í ár lék poppstjarnan Justin Bieber til að mynda í auglýsingu fyrir símafyrirtækið T-Mobile. Þá lék Tom Brady, sem fór með sigur af hólmi ásamt félögum sínum í New England Patriots, í auglýsingu fyrir tölvufyrirtækið Intel. Svo virðist sem jafnrétti og innflytjendamál hafi verið ofarlega í huga starfsfólk auglýsingastofanna vestanhafs undanfarin misseri. Ekki skrítið kannski, miðað við stefnu nýkjörins forseta í þeim málaflokkum.Auglýsing bílarisans Audi hefur vakið mikla athygli, en þar veltir hugulsamur faðir vöngum yfir því hvernig hann eigi að útskýra ójafna stöðu kynjanna fyrir dóttur sinni. Auglýsingin hefur vakið athygli bæði fyrir boðskapinn og hræsni fyrirtækisins fyrir að berjast fyrir jafnrétti þegar engin kona situr í stjórn þess.Gistiheimilaveitan Airbnb lét sig ekki vanta í pólitísku umræðuna. Í auglýsingu þeirra, sem var gerð á einungis örfáum dögum í síðustu viku, mátti sjá fólk af öllum kynþáttum og trúarbrögðum. Boðskapurinn var að allir séu velkomnir í leiguhúsnæði Airbnb. Fyrirtækið sjálft ræður raunar litlu um það hverjir fá leigt húsnæði, þar sem eigendur húsnæðisins leigja það sjálfir út.Acceptance starts with all of us. #weaccept pic.twitter.com/btgqyYHVTK— Airbnb (@Airbnb) February 6, 2017 Þá var timburfyrirtækið 84 lumber einnig orðið hápólitískt. Í auglýsingu þeirra mátti sjá fjölskyldu frá mið-Ameríku og ferðalag þeirra til Bandaríkjanna. Í fullri lengd auglýsingarinnar sést fjölskyldan koma að risastórum vegg við komu sína til Bandaríkjanna og uppgötva að einhver hefur komið fyrir hurð.
Tengdar fréttir Super Bowl auglýsingarnar 2017: Fljúgandi draugahundur, Melissa McCarthy og Justin Bieber Auglýsingarnar fyrir Ofurskálina eða Superbowl eru eftirminnilegar ár hvert, en að þessu sinni eru þær sérlega glæsilegar. 5. febrúar 2017 21:00 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Super Bowl: Sjáðu magnaða hálfleikssýningu Lady Gaga Lady Gaga sendi Donald Trump óbein skilaboð í hálfleikssýningu sinni á Supur Bowl. 6. febrúar 2017 08:21 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Super Bowl auglýsingarnar 2017: Fljúgandi draugahundur, Melissa McCarthy og Justin Bieber Auglýsingarnar fyrir Ofurskálina eða Superbowl eru eftirminnilegar ár hvert, en að þessu sinni eru þær sérlega glæsilegar. 5. febrúar 2017 21:00
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41
Super Bowl: Sjáðu magnaða hálfleikssýningu Lady Gaga Lady Gaga sendi Donald Trump óbein skilaboð í hálfleikssýningu sinni á Supur Bowl. 6. febrúar 2017 08:21
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“