FH vann þægilegan sigur á Akureyri, 33-27, í 18.umferð Olís-deildar karla í handknattleik í dag en leikið var í Kaplakrika.
Með sigrinum fara FH-ingar upp fyrir Hauka í Olís-deildinni og er liðið í öðru sæti deildarinnar. Liðin eru aftur á móti með jafnmörg stig, eða 22 stig. Afturelding sem fyrr á toppi deildarinnar.
Akureyri er með 13 stig eins og þrjú önnur lið, Grótta, Fram og Stjarnan og eru þau á botni deildarinnar.
Staðan í hálfleik í dag var 16-14 og náðu FH-ingar fínum tökum á leiknum í þeim síðari.
Einar Rafn Eiðsson skoraði níu mörk fyrir FH í leiknum og var hann atkvæðamestur. Mindaugas Dumcius skoraði einnig níu mörk fyrir Akureyri í leiknum.
FH upp fyrir Hauka eftir sigur á Akureyri
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti