Enski boltinn

Klopp: Við þurfum að vakna núna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að frammistaðan liðsins sé alls ekki ásættanleg að undanförnu en liðið hefur ekki unnið leik í deildinni á þessu ári.

Liverpool tapaði óvænt fyrir Hull, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool hefur bara unnið einn leik af tíu í öllum keppnum á þessu ári. Liðið er 13 stigum á eftir toppliði Chelsea og getur svo gott sem gleymt Englandsmeistaratitlinum.

Ef Manchester City vinnur Swansea í deildinni í dag, er Liverpool farið úr Meistaradeildarsætinu.

„Þetta er augljóslega ekki nægilega gott hjá okkur,“ sagði Þjóðverjinn eftir leikinn í gær. 

„Ég hef engar skýringar á því af hverju við erum að spila svona. Við þurfum einfaldlega að fara vakna.“

Hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×