Ástandið ekki boðlegt á Landspítalanum: „Hvar er Vinnueftirlitið?“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 18:59 Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann. Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann.
Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent