Enski boltinn

Chelsea og Arsenal mætast í Kína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eden Hazard er búinn að vera frábær fyrir Chelsea.
Eden Hazard er búinn að vera frábær fyrir Chelsea. vísir/getty
Chelsea hefur nú tilkynnt að liðið mætir Arsenal í æfingarleik í Peking á Nest-vellinum í sumar.

Liðin mætast 22. júlí í sumar en þau léku einmitt á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Chelsea og þar segir: „Okkur hlakkar mikið til að mæta nágrönnum okkar í æfingaleik í sumar og þetta verður frábært fyrir strákana hans Antonio [Conte] að fá svona alvöru leik.“

Chelsea er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og er útlitið virkilega gott hjá félaginu, en liðið lék skelfilega á síðasta tímabili. Conte hefur algjörlega snúið við gengi liðsins á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×