Enski boltinn

Risaleikur á Brúnni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ber þar að sjálfsögðu helst að nefna stórleik Chelsea og Arsenal sem fer fram á Stamford Bridge klukkan 12:30 í London.

Leikir þessara liða hafa í genum árin verið frábær skemmtun og er ávallt mikið undir. Arsenal hefur ekki unnið Chelsea á Brúnni síðan 2011 þegar þeir unnu 5-3 í mögnuðum fótboltaleik.

Hull tekur á móti Liverpool en liðið náði í stig gegn Manchester United í miðri viku. Tottenham Hotspur tekur síðan á móti Moddlesbrough á White Hart Lane í hádeginu.

Hér að ofan má horfa á upphitun fyrir alla leiki dagsins í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×