Enski boltinn

Ramsey frá næstu þrjár vikurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramsey entist aðeins í 20 mínútur gegn Watford.
Ramsey entist aðeins í 20 mínútur gegn Watford. vísir/getty
Walesverjinn Aaron Ramsey er meiddur á kálfa og verður frá í þrjár vikur.

Ramsey meiddist í 1-2 tapi Arsenal fyrir Watford á þriðjudaginn og þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik.

Ramsey hefur leikið 18 leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, þar af 12 í byrjunarliði.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, er vandi á höndum fyrir stórleikinn gegn Chelsea í hádeginu á morgun.

Auk Ramseys er Santi Cazorla enn meiddur, Granit Xhaka er í banni og Mohamed Elneny er með Egyptalandi í Afríkukeppninni.

Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 12:30 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik.


Tengdar fréttir

Stórskotahríð þegar Skytturnar sigruðu Southampton

Arsenal með knattspyrnustjóra sinn í stúkunni blés til veislu á St. Marys vellinum í dag en Skytturnar unnu öruggan 5-0 sigur á Dýrlingunum og komust með því í 16-liða úrslit enska bikarsins.

Arsenal blandar sér í kapphlaupið um Griezmann

Arsenal ætlar ekki að horfa á eftir Antoine Griezmann til Manchester United án baráttu ef marka má enska fjölmiðla en sagt er að Arsenal sé tilbúið að borga riftunarverðið í samningi hans og borga honum 250 þúsund pund á viku.

„Síðasti séns fyrir Arsenal“

Arsenal verður að vinna Chelsea í stórleik helgarinnar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að vinna titilinn í ár.

Wenger í fjögurra leikja bann

Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í fjögurra leikja bann vegna framkomu hans í leik Arsenal og Burnley um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×