Farvegur illskunnar Bergur Ebbi skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Eins og sagt hefur verið frá í fréttum var íslensk-íranska íþróttamanninum Meisam Rafiei meinað að ferðast til Bandaríkjanna síðastliðinn mánudag. Í frétt Vísis um málið kemur fram að Meisam hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður flugfélagsins tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga. Mér finnst smáatriðin skipta máli og vil því segja frá þessu eins nákvæmlega og mögulegt er, en meira um það síðar. Degi síðar fékk Meisam svo þær fregnir að hann hefði fengið ferðaleyfi og þegar þessi orð eru skrifuð er hann líklegast kominn til Bandaríkjanna, þar sem hann keppir fyrir Íslands hönd í taekwondo. Í viðtali sem Meisam gaf íþróttafréttadeild RÚV á þriðjudag lýsir hann yfir þakklæti til allra þeirra sem hjálpuðu honum að fá ferðaleyfið – en bæði íslenska og bandaríska taekwondo-sambandið lýstu afgerandi yfir stuðningi við ferðalag Meisams, ásamt fjölmörgum öðrum sem sendu honum skilaboð og hlýjar kveðjur, eins og fram kemur í viðtalinu.90 þúsund ferðaleyfi í uppnámi En viðtalið við hinn hógværa og þakkláta Meisam er því miður ekki fögur endalok á róstusömu ævintýri. Þetta viðtal, sem ég hvet sem flesta til að horfa á, er nefnilega tákn um miklu meiri og stærri umhugsunarefni sem varða leið illskunnar inn í heim okkar. Já. Ég veit að ég er farinn að hljóma býsna dramatískur, en ég held því miður að hér sé mikið í húfi. Mér finnst nefnilega svo sorglegt að Meisam þurfi að vera þakklátur fyrir að hafa fengið ferðaleyfið sitt. Með því er ég ekki að segja að Meisam hafi átt að vera herskár eða fullur vandlætingar í viðtalinu. Þvert á móti. Falleg og auðmjúk orð hans í viðtalinu eru til marks um að hann hefur kurteisan og vandaðan mann að geyma, en sú staðreynd að hann þurfi á annað borð að mæta í viðtal og segja frá þessum raunum sínum, er sjálft lykilatriðið í málinu. Meisam er settur í þá aðstöðu að vera þakklátur fyrir eitthvað sem flestir aðrir íslenskir ríkisborgarar taka sem sjálfsögðum hlut. Ferðafrelsið er nefnilega eitt af þeim réttindum sem við gefum sjaldan gaum. Samt er óheft ferðafrelsi nánast undantekning í heiminum. Fólk frá sumum af fjölmennustu ríkjum heims þarf að plana heimsóknir til Bandaríkjanna og Evrópu með margra mánaða fyrirvara og gefa upp nákvæmar ferðaáætlanir og bankayfirlit til stjórnvalda upp á von og óvon um að fararleyfi verði veitt. Og nú, eftir tilskipun Bandaríkjaforseta, var ferðaleyfi um 90 þúsund einstaklinga, sett í fullkomið uppnám með einni undirskrift, en tilskipunin hefur í heild áhrif á hugsanleg framtíðarferðaleyfi um 200 milljóna. Ég get fullyrt að svoleiðis stjórnarhættir hafa ekki tíðkast á Vesturlöndum á minni lífstíð, allavega ekki af þessari stærðargráðu. En þrátt fyrir stærð málsins þá eru áhrifin lymskuleg, og líklega lymskulegri en við þorum að ímynda okkur.Smáatriðin skipta máli Sjáið til. Næstu mánuði og ár munum við sífellt sjá fleiri viðtöl við fólk eins og Meisam Rafiei. Ég er að tala um fólk sem er ekki að reka neina sérstaka pólitík og er kannski ekkert sérlega að leitast eftir því að fara í viðtöl þar sem heimavarnarstefnu Bandaríkjanna ber á góma. Og oftar en ekki munum við heyra þetta fólk sýna þakklæti og auðmýkt. Og þó að tilfinningar eins og þakklæti og auðmýkt séu fyrirbæri sem mannkynið á aldrei nóg af, þá munu þau skilaboð seytlast inn í sameiginlega vitund okkar hinna, hægt og rólega, að þetta fólk sem er alltaf svona þakklátt og auðmjúkt, eigi bara að halda áfram að vera þakklátt og auðmjúkt. Múgurinn á nefnilega til að ganga á lagið þegar hópar fólks verða varnarlausir og auðmjúkir. Ég vildi að múgurinn væri sterkari en það, en sjö þúsund ár af mannkynssögu bera vitni um annað. Og það er hinn lymskulegi farvegur illskunnar. Mér er mikið niðri fyrir þegar ég skrifa þetta. Röksemdir mínar í þessum pistli eru nefnilega býsna snúnar. Helst af öllu hefði ég aldrei viljað skrifa pistil um Meisam Rafiei. Eins ósanngjarnt og að hann hafi verið fórnarlamb í málinu er nefnilega einnig ósanngjarnt að krefjast þess að hann þurfi að vera hetja. En samt vil ég fá að þakka Meisam Rafiei fyrir hugrekki sitt og að standa keikur í gegnum þetta mál. Því þetta er mikið mál, sama hvað hver segir. Mér finnst að við höfum öll gott af því að setja okkur í spor Meisams, og þess vegna er ágætt að halda smáatriðum til haga. Ímyndum okkur að vera komin um borð í flugvél og það er búið að útvega manni sæti, en skömmu áður en vélin fer af stað er manni tilkynnt að maður fái ekki að fara með vegna þess að mikilvægir menn í Washington hafa tekið geðþóttaákvörðun og að í henni felist að maður sé óvelkominn í land þeirra. Ímyndum okkur að þurfa svo að ganga öfuga leið út flugvélaganginn og finna fyrir augnaráði hinna. Að finna fyrir öllu umstanginu, að maður sé að framkalla allt þetta vesen, bara fyrir að vera til. Og halda svo reisn í kjölfarið og þakka öllum sem veittu aðstoð.Ekki gefast upp Ég vildi geta sagt að þetta væri ekkert mál, en það er ekki rétt. Þetta er stórmál. Ef við horfumst ekki í augu við það, þá erum við að veita illskunni lymskulegan farveg. Því hún er lúmsk þessi illska. Í því samhengi vil ég að lokum senda hlýjar kveðjur til Bandaríkjanna. Það eru svo margir bandarískir ríkisborgarar í öngum sínum yfir stjórn lands síns þessa stundina og við skulum gæta þess að dæma ekki þjóðina sem heild. Bandarískir þegnar eiga að mótmæla og halda áfram að berjast gegn framferði yfirvalda sinna og þau eiga að vita að þau eru ekki ein í þeirri baráttu. Illskan er nefnilega gjörn á að finna farveg sem býr til vanþóknun og hatur á hópum sem síst eiga það skilið. Líklegast eru þeir Bandaríkjamenn sem fordæma tilskipun forseta síns meira en hundrað milljónir, sendum þeim hlýja strauma. En umfram allt. Gerum það sama og illskan gerir, finnum gæskunni einnig lymskulega farvegi, í bland við hina augljósu.@bergurebbiGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun
Eins og sagt hefur verið frá í fréttum var íslensk-íranska íþróttamanninum Meisam Rafiei meinað að ferðast til Bandaríkjanna síðastliðinn mánudag. Í frétt Vísis um málið kemur fram að Meisam hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður flugfélagsins tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga. Mér finnst smáatriðin skipta máli og vil því segja frá þessu eins nákvæmlega og mögulegt er, en meira um það síðar. Degi síðar fékk Meisam svo þær fregnir að hann hefði fengið ferðaleyfi og þegar þessi orð eru skrifuð er hann líklegast kominn til Bandaríkjanna, þar sem hann keppir fyrir Íslands hönd í taekwondo. Í viðtali sem Meisam gaf íþróttafréttadeild RÚV á þriðjudag lýsir hann yfir þakklæti til allra þeirra sem hjálpuðu honum að fá ferðaleyfið – en bæði íslenska og bandaríska taekwondo-sambandið lýstu afgerandi yfir stuðningi við ferðalag Meisams, ásamt fjölmörgum öðrum sem sendu honum skilaboð og hlýjar kveðjur, eins og fram kemur í viðtalinu.90 þúsund ferðaleyfi í uppnámi En viðtalið við hinn hógværa og þakkláta Meisam er því miður ekki fögur endalok á róstusömu ævintýri. Þetta viðtal, sem ég hvet sem flesta til að horfa á, er nefnilega tákn um miklu meiri og stærri umhugsunarefni sem varða leið illskunnar inn í heim okkar. Já. Ég veit að ég er farinn að hljóma býsna dramatískur, en ég held því miður að hér sé mikið í húfi. Mér finnst nefnilega svo sorglegt að Meisam þurfi að vera þakklátur fyrir að hafa fengið ferðaleyfið sitt. Með því er ég ekki að segja að Meisam hafi átt að vera herskár eða fullur vandlætingar í viðtalinu. Þvert á móti. Falleg og auðmjúk orð hans í viðtalinu eru til marks um að hann hefur kurteisan og vandaðan mann að geyma, en sú staðreynd að hann þurfi á annað borð að mæta í viðtal og segja frá þessum raunum sínum, er sjálft lykilatriðið í málinu. Meisam er settur í þá aðstöðu að vera þakklátur fyrir eitthvað sem flestir aðrir íslenskir ríkisborgarar taka sem sjálfsögðum hlut. Ferðafrelsið er nefnilega eitt af þeim réttindum sem við gefum sjaldan gaum. Samt er óheft ferðafrelsi nánast undantekning í heiminum. Fólk frá sumum af fjölmennustu ríkjum heims þarf að plana heimsóknir til Bandaríkjanna og Evrópu með margra mánaða fyrirvara og gefa upp nákvæmar ferðaáætlanir og bankayfirlit til stjórnvalda upp á von og óvon um að fararleyfi verði veitt. Og nú, eftir tilskipun Bandaríkjaforseta, var ferðaleyfi um 90 þúsund einstaklinga, sett í fullkomið uppnám með einni undirskrift, en tilskipunin hefur í heild áhrif á hugsanleg framtíðarferðaleyfi um 200 milljóna. Ég get fullyrt að svoleiðis stjórnarhættir hafa ekki tíðkast á Vesturlöndum á minni lífstíð, allavega ekki af þessari stærðargráðu. En þrátt fyrir stærð málsins þá eru áhrifin lymskuleg, og líklega lymskulegri en við þorum að ímynda okkur.Smáatriðin skipta máli Sjáið til. Næstu mánuði og ár munum við sífellt sjá fleiri viðtöl við fólk eins og Meisam Rafiei. Ég er að tala um fólk sem er ekki að reka neina sérstaka pólitík og er kannski ekkert sérlega að leitast eftir því að fara í viðtöl þar sem heimavarnarstefnu Bandaríkjanna ber á góma. Og oftar en ekki munum við heyra þetta fólk sýna þakklæti og auðmýkt. Og þó að tilfinningar eins og þakklæti og auðmýkt séu fyrirbæri sem mannkynið á aldrei nóg af, þá munu þau skilaboð seytlast inn í sameiginlega vitund okkar hinna, hægt og rólega, að þetta fólk sem er alltaf svona þakklátt og auðmjúkt, eigi bara að halda áfram að vera þakklátt og auðmjúkt. Múgurinn á nefnilega til að ganga á lagið þegar hópar fólks verða varnarlausir og auðmjúkir. Ég vildi að múgurinn væri sterkari en það, en sjö þúsund ár af mannkynssögu bera vitni um annað. Og það er hinn lymskulegi farvegur illskunnar. Mér er mikið niðri fyrir þegar ég skrifa þetta. Röksemdir mínar í þessum pistli eru nefnilega býsna snúnar. Helst af öllu hefði ég aldrei viljað skrifa pistil um Meisam Rafiei. Eins ósanngjarnt og að hann hafi verið fórnarlamb í málinu er nefnilega einnig ósanngjarnt að krefjast þess að hann þurfi að vera hetja. En samt vil ég fá að þakka Meisam Rafiei fyrir hugrekki sitt og að standa keikur í gegnum þetta mál. Því þetta er mikið mál, sama hvað hver segir. Mér finnst að við höfum öll gott af því að setja okkur í spor Meisams, og þess vegna er ágætt að halda smáatriðum til haga. Ímyndum okkur að vera komin um borð í flugvél og það er búið að útvega manni sæti, en skömmu áður en vélin fer af stað er manni tilkynnt að maður fái ekki að fara með vegna þess að mikilvægir menn í Washington hafa tekið geðþóttaákvörðun og að í henni felist að maður sé óvelkominn í land þeirra. Ímyndum okkur að þurfa svo að ganga öfuga leið út flugvélaganginn og finna fyrir augnaráði hinna. Að finna fyrir öllu umstanginu, að maður sé að framkalla allt þetta vesen, bara fyrir að vera til. Og halda svo reisn í kjölfarið og þakka öllum sem veittu aðstoð.Ekki gefast upp Ég vildi geta sagt að þetta væri ekkert mál, en það er ekki rétt. Þetta er stórmál. Ef við horfumst ekki í augu við það, þá erum við að veita illskunni lymskulegan farveg. Því hún er lúmsk þessi illska. Í því samhengi vil ég að lokum senda hlýjar kveðjur til Bandaríkjanna. Það eru svo margir bandarískir ríkisborgarar í öngum sínum yfir stjórn lands síns þessa stundina og við skulum gæta þess að dæma ekki þjóðina sem heild. Bandarískir þegnar eiga að mótmæla og halda áfram að berjast gegn framferði yfirvalda sinna og þau eiga að vita að þau eru ekki ein í þeirri baráttu. Illskan er nefnilega gjörn á að finna farveg sem býr til vanþóknun og hatur á hópum sem síst eiga það skilið. Líklegast eru þeir Bandaríkjamenn sem fordæma tilskipun forseta síns meira en hundrað milljónir, sendum þeim hlýja strauma. En umfram allt. Gerum það sama og illskan gerir, finnum gæskunni einnig lymskulega farvegi, í bland við hina augljósu.@bergurebbiGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun