Leikjavísir

Einherjar og Team Hafficool keppa til úrslita í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að spila fleiri en 90 leiki síðan mótið hófst en Einherjar og Team Hafficool hafa aldrei mæst áður.
Búið er að spila fleiri en 90 leiki síðan mótið hófst en Einherjar og Team Hafficool hafa aldrei mæst áður.
Undanúrslitin á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í leiknum Overwatch fóru fram í gær. Þar kepptu síðustu þrjú liðin af þeim 49 sem skráðu sig til leiks.Liðin Einherjar, sem eru ósigraðir á mótinu og inniheldur nokkra svokallaða stórmeistara, og Team Hafficool munu mætast í úrslitum mótsins á laugardaginn. Lostboys endaði í þriðja sæti.

Búið er að spila fleiri en 90 leiki síðan mótið hófst en Einherjar og Team Hafficool hafa aldrei mæst áður. Hafficool, sem er atvinnumaður í Overwatch, hefur verið Team Hafficool innan handar varðandi ráð á mótinu.

Úrslitin munu ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00. Þá munu gestir geta mætt í Kaldalón og fylgst með úrslitunum í eigin persónu. Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum hér á Twitch síðu Ljósleiðarans.

Það eru Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu sem standa að baki Íslandsmótinu í Overwatch og þar sem áætlað heildarverðmæti verðlauna er yfir 1.400.000 krónur.

Hér neðst í fréttinni má sjá undanúrslitaviðureignirnar sem voru spilaðar í gær.

Watch live video from ljosleidarinn on www.twitch.tv

Tengdar fréttir

Leikirnir sem beðið er eftir

Á árinu sem nú er nýbyrjað er von á fjölda leikja sem margir bíða eftir með eftirvæntingu og óhætt er að segja að árið lofi góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.