Samdi lagið út frá persónulegri reynslu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 15:00 Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói. Eurovision Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói.
Eurovision Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira