Fjórfalt meiri tekjur vegna Super Bowl Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 14:00 „Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál Íslenskur bjór Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
„Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál
Íslenskur bjór Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira