Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2017 09:00 Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira