Lífið

„Sofa hjá, giftast, drepa“ í fjölskylduferð er aldrei góð hugmynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki leika þetta eftir.
Ekki leika þetta eftir.
Það þekkja eflaust flestallar fjölskyldur það að fara í leiki á ferðalögum sínum í kringum landið.

Í Steypustöðinni síðastliðinn mátti sjá eina venjulega fjölskyldu fara í bílaleik, leik sem fór gjörsamlega úr böndunum. Um var að ræða leik sem hlustendur FM95BLÖ þekkja vel og kallast hann Sofa hjá, giftast, drepa.

Hann gengur út á það að maður telur upp þrjá mismunandi aðila og þú verður að velja hvað hver á að gera með þér.

Með aðalhlutverk í Steypustöðinni fara þau Saga Garðarsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Steindi Jr.  og Auðunn Blöndal. Í þessu atriði fara Ágústa Eva og Auðunn á kostum eins og sjá má hér að neðan.

Niðurstaðan, ekki fara í þennan leik með börnunum þínum. Steypustöðin er þáttur sem er bannaður innan 12 ára. 


Tengdar fréttir

Of gömul til að ákveða núna að verða goth

Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.