VÍS hagnast um 1,5 milljarða króna Haraldur Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 16:31 Stjórn VÍS hefur lagt til að arðgreiðsla til hluthafa félagsins verði 1.023 milljónir króna. Afkoma tryggingafélagsins VÍS í fyrra var jákvæð um 1.459 milljónir króna. Hagnaður félagsins árið 2015 nam aftur á móti 2.076 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands. Samkvæmt henni námu tekjur af fjárfestingarstarfsemi 1.997 milljónum samanborið við 4.076 milljónir árið 2015. Samsett hlutfall var 101,7 prósent en var 101,5 prósent árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins nema eignir samstæðunnar 46.323 milljónum og bókfært eigið fé nam í árslok 16.371. Stjórn VÍS hefur lagt til að arðgreiðsla til hluthafa félagsins verði 1.023 milljónir króna. Félagið sjaí vaxtartækifæri á markaðnum og telur arðstillöguna ekki skerða möguleika félagsins til nýtingar þeirra. „Það er jákvætt að iðgjöld eru farin að aukast eftir nokkurra ára stöðnun, en eigin iðgjöld jukust um 10,2 prósent á milli ára. Vöxturinn kemur til bæði vegna hærra meðaliðgjalds og fjölgunar skírteina. Viðskiptavinum félagsins er að fjölga og einnig eru núverandi viðskiptavinir í meiri viðskiptum við okkur en áður. Samsett hlutfall er heldur hærra en það var árið 2015, og það verður áfram verkefni félagsins að ná því niður. Ávöxtun fjárfestingaeigna gekk nokkuð vel við erfiðar markaðsaðstæður lengst af á árinu, og nam 7,1 prósenti. Gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyra erlendri starfsemi félagsins hefur neikvæð áhrif á afkomu fjárfestingastarfseminnar, en það nam 641 milljónum á árinu,“ segir Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Afkoma tryggingafélagsins VÍS í fyrra var jákvæð um 1.459 milljónir króna. Hagnaður félagsins árið 2015 nam aftur á móti 2.076 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands. Samkvæmt henni námu tekjur af fjárfestingarstarfsemi 1.997 milljónum samanborið við 4.076 milljónir árið 2015. Samsett hlutfall var 101,7 prósent en var 101,5 prósent árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins nema eignir samstæðunnar 46.323 milljónum og bókfært eigið fé nam í árslok 16.371. Stjórn VÍS hefur lagt til að arðgreiðsla til hluthafa félagsins verði 1.023 milljónir króna. Félagið sjaí vaxtartækifæri á markaðnum og telur arðstillöguna ekki skerða möguleika félagsins til nýtingar þeirra. „Það er jákvætt að iðgjöld eru farin að aukast eftir nokkurra ára stöðnun, en eigin iðgjöld jukust um 10,2 prósent á milli ára. Vöxturinn kemur til bæði vegna hærra meðaliðgjalds og fjölgunar skírteina. Viðskiptavinum félagsins er að fjölga og einnig eru núverandi viðskiptavinir í meiri viðskiptum við okkur en áður. Samsett hlutfall er heldur hærra en það var árið 2015, og það verður áfram verkefni félagsins að ná því niður. Ávöxtun fjárfestingaeigna gekk nokkuð vel við erfiðar markaðsaðstæður lengst af á árinu, og nam 7,1 prósenti. Gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyra erlendri starfsemi félagsins hefur neikvæð áhrif á afkomu fjárfestingastarfseminnar, en það nam 641 milljónum á árinu,“ segir Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira