Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 91-69 | Fimm heimasigrar hjá ÍR í röð Árni Jóhannsson skrifar 16. febrúar 2017 22:00 vísir/anton ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld í Hertz hellinum 89-67 í leik þar sem heimamenn sýndu að þeir vildu vinna leikinn mikið meira en gestirnir.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz hellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Haukar virtust ekki vera tilbúnir í slaginn og þrátt fyrir ágætist kafla þá í heildina voru það Breiðhyltingar sem réðu lögum og lofum í meirihluta leiksins og bjuggu til gott forskot jafnt og þétt. Fyrst og fremst var það varnarleikur heimamanna sem gerði gæfumuninn en Haukar töpuðu 24 boltum í leiknum og voru skot þeirra varin í gríð og erg og á köflum var einbeiting gestanna ekki til staðar þegar á reyndi í seinni hálfleik. Heimamenn eru vel að sigrinum komnir og breikka bilið niður í Hauka í fjögur stig sem þurfa að fara að horfa aftur fyrir sig í stað þess að horfa upp og vonast eftir úrslitakeppni.Afhverju vann ÍR?ÍR-ingar sýndu það frá fyrstu mínútu að þeir þeir vildu þessi tvö stig í kvöld. Því til dæmis þá náðu gestirnir ekki að koma skoti á körfu gestanna fyrr en í fjórðu sókn sinni en fram að því hafði ÍR náð að stela boltanum af þeim eða þvingað gestina í að missa boltann. Varnarleikur heimamanna var góður í 40 mínútur nánast í kvöld og sést það á tölfræði leiksins. Haukar töpuðu boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið ef menn ætla að gera eitthvað af viti í körfuboltaleik. Þá var skotnýting gestanna ekki nema 43% en það segir meira hvað vörn heimamanna var góð að gestirnir náðu ekki nema 39 tveggja stiga skotum á körfuna á meðan heimamenn skutu 50 sinnum tveggja stiga skotum.Hvað gekk vel?Eins og áður segir var það varnarleikur ÍR-inga sem var lykillinn að sigrinum en út af góðum varnarleik þá fylgdi sóknarleikur heimamanna í kjölfarið sem skóp að lokum 22 stiga sigur þeirra. Þegar tölfræðin er skoðuð sést að eftir að Haukar misstu boltann skoruðu ÍR-ingar 38 stig og munar um minna á meðan Haukar skoruðu 11 stig eftir að ÍR missti boltann sem sýnir að heimamenn fór einnig vel með boltann í sókn sinni.Hvað gekk illa?Satt best að segja þá gekk ekkert vel hjá Haukum og þar af leiðandi gekk allt illa hjá þeim. Hittni þeirra var ekki góð á löngum köflum, flæðið í sóknarleiknum var tregt og þeir misstu boltann allt of oft. Þá náðu þeir illa að halda mönnum fyrir framan sig í vörninni en menn eins og Matthías Orri Sigurðsson áttu greiða leið inn í vítateig gestanna og þar með í átt að körfunni.Tölfræði sem vekur athygli?Hertz-hellirinn er að verða að óvinnandi vígi. Stuðningsmenn þeirra hafa hátt og halda stuðning við lið sitt allan leikinn sem hefur núna þegar þetta er skrifað skilað ÍR fimm heimasigrum í röð. Þrátt fyrir að ÍR sé í neðri hluta deildarinnar getur ekkert lið komið í Breiðholtið og búist við því að fara þaðan með sigur í farteskinu. Ír eiga tvo heimaleiki eftir sem verða gífurlega mikilvægir í tilraun þeirra til að ná sæti í úrslitakeppninni en þeir halda áfram að pressa á liðin í næstu sætum fyrir ofan sig.Bestu menn vallarins?Matthías Orri Sigurðsson og Danero Thomas drógu vagninn fyrir sína menn í kvöld og held ég að það halli á engan þótt þeir séu teknir út fyrir sviga en allt ÍR liðið lagði sitt á vogarskálarnar í kvöld. Matthías skoraði 27 stig fyrir sína menn og var með 70% hittni á meðan Thomas setti 23 punkta á skýrsluna og stal að auki fimm boltum. Þá þarf að nefna Quincy Hankins-Cole sem skilaði góðu verki komandi af bekknum og eftir að hafa æft lítið undanfarið eftir meiðsli. Kappinn varði fimm skot, sendi sex stoðsendingar, náði sex fráköst, skoraði átta stig og stal einum bolta. Matthías Orri Sigurðsson: Getum orðið mjög hættulegir í úrslitakeppninni„Við vorum mjög tilbúnir í þennan leik, við vorum óánægðir með leik okkar á móti Grindavík um daginn og nýttum bikarhléið vel til að undirbúa okkur undir að sækja mjög mikilvæg stig á móti Haukum í kvöld og koma okkur enn betur í þessa baráttu um sætið í úrslitakeppninni“, sagði Matthías Orri einn af betri mönnum ÍR-inga í kvöld þegar hann var spurður út í leik sinna manna í kvöld á móti Haukum. Hann var spurður næst að því hvort það hafi ekki verið varnarleikur liðsins sem skilaði stigunum í Breiðholtið. „Já ásamt því að passa boltann sjálfir í okkar sóknarleik, Danero stal fullt af boltum enda með rosalegar hendur. Það á samt ekki að koma á óvart að við spilum góða vörn, við fæst eða næst fæst stig á okkur í deildinni þannig að við byggjum okkar leik á varnarleik og sóknin fylgir í kjölfarið. Við spiluðum góðan sóknarleik í kvöld, það er ekki oft sem við skorum 91 stig þannig að það er vel gert en vörnin er alltaf til staðar og við getum treyst á það.“ „Matthías var spurður út í sigurgöngu ÍR á heimavelli en það eru komnir fimm sigurleikir í röð „Þetta er heldur betur að verða að vígi hérna það var þvílík stemmning eins og þið sáuð kannski, ég veit ekki hvort þetta sé svona á nokkrum öðrum heimavelli á landinu. Þeir eiga mikið hrós enda koma þeir okkur í gang frá fyrstu mínútu og halda okkur við efnið. Það eru þeir og vörnin okkar sem gerir þennan völl að vígi.“ Matthías var að lokum beðin um að leggja mat á framhaldið í deildinni og sagði hann: „Við eigum held ég fimm leiki eftir og þyrftum að vinna 3 eða fjóra af þeim til að koma okkur í úrslitakeppnina og þá er það bara ný keppni og okkur finnst við eiga fullt inni, það vantar helling af leikmönnum og þegar allir eru orðnir heilir og komið er inn í úrslitakeppnina þá erum við mjög hættulegir.“Finnur Atli Magnússon: Með þessari spilamennsku hefðum við ekki unnið 10. flokkinn sem ég og Helena erum að þjálfaÞau voru ekki flókin svörin sem Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka gaf blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra tapið með einhverjum hætti. „Þetta var bara lélegt frá A til Ö.“ Hann var því næst spurður að því hvort Haukar hafi ekki verið tilbúnir í slaginn fyrir leik eða hvort þeir hafi vanmetið getu ÍR-inga. „Hvernig getum við sem lið í 10. sæti, vanmetið nokkuð lið í deildinni. Það vantar þá eitthvað í hausinn á okkur ef það er raunin eftir einhverja sex sigurleiki hjá okkur í deildinni. Ég veit ekki hvað ég á að segja eftir þennan leik. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en vorum ekki nema fjórum stigum undir og allir voru að peppa alla í klefanum og það hljómar allt ógeðslega vel en þegar við komum út og erum slegnir og þeir tala aðeins skít við okkur þá verðum við eins og litlir krakkar. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu og við hentum boltanum í burtu, menn sem halda því fram að þeir eigi heima í einhverjum landsliðshópum þeir voru óeðlilega lélegir í dag.“ „Það var svo margt sem var að í dag, við hendum boltanum allt of oft í burtu en æfingarnar eru búnar að vera mjög flottar og erum að koma nýjum kana inn í þetta. Hann gerði sitt besta og er það sem okkur vantar, smá kjöt inn í teiginn. Við vorum hinsvegar allir á hælunum eins og þeir segja.“ Finnur var að lokum spurður út í framhaldið í deildinni og hvað Haukar geta gert til að snúa dæminu við. „Við verðum bara að spila betur, við getum það vel. Ég er ekki að segja að við séum betri en ÍR en við erum ekki 22 stigum verri en þeir, erum held ég ekki 20 og eitthvað stigum verri en nokkurt lið í deildinni en við verðum bara að skoða okkar mál og fara yfir hvað við getum gert betur og mannað okkur upp eins og einhver sagði. Með þessari spilamennsku hefðum við ekki unnið 10. flokkinn sem ég og Helena erum að þjálfa. Plain and simple eins og maður segir á ensku, ef ég má sletta.“ÍR-Haukar 91-69 (24-15, 17-22, 26-14, 24-18)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Danero Thomas 23/4 fráköst/5 stolnir, Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12, Quincy Hankins-Cole 7/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Daði Berg Grétarsson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2.Haukar: Sherrod Nigel Wright 26/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 20/8 fráköst/3 varin skot, Finnur Atli Magnússon 12/6 fráköst, Haukur Óskarsson 7, Cedrick Taylor Bowen 2, Emil Barja 2, Kristján Leifur Sverrisson 0/5 fráköst.vísir/antonvísir/eyþórSveinbjörn Claessen sækir að körfu Hauka.Vísir/Eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld í Hertz hellinum 89-67 í leik þar sem heimamenn sýndu að þeir vildu vinna leikinn mikið meira en gestirnir.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz hellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Haukar virtust ekki vera tilbúnir í slaginn og þrátt fyrir ágætist kafla þá í heildina voru það Breiðhyltingar sem réðu lögum og lofum í meirihluta leiksins og bjuggu til gott forskot jafnt og þétt. Fyrst og fremst var það varnarleikur heimamanna sem gerði gæfumuninn en Haukar töpuðu 24 boltum í leiknum og voru skot þeirra varin í gríð og erg og á köflum var einbeiting gestanna ekki til staðar þegar á reyndi í seinni hálfleik. Heimamenn eru vel að sigrinum komnir og breikka bilið niður í Hauka í fjögur stig sem þurfa að fara að horfa aftur fyrir sig í stað þess að horfa upp og vonast eftir úrslitakeppni.Afhverju vann ÍR?ÍR-ingar sýndu það frá fyrstu mínútu að þeir þeir vildu þessi tvö stig í kvöld. Því til dæmis þá náðu gestirnir ekki að koma skoti á körfu gestanna fyrr en í fjórðu sókn sinni en fram að því hafði ÍR náð að stela boltanum af þeim eða þvingað gestina í að missa boltann. Varnarleikur heimamanna var góður í 40 mínútur nánast í kvöld og sést það á tölfræði leiksins. Haukar töpuðu boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið ef menn ætla að gera eitthvað af viti í körfuboltaleik. Þá var skotnýting gestanna ekki nema 43% en það segir meira hvað vörn heimamanna var góð að gestirnir náðu ekki nema 39 tveggja stiga skotum á körfuna á meðan heimamenn skutu 50 sinnum tveggja stiga skotum.Hvað gekk vel?Eins og áður segir var það varnarleikur ÍR-inga sem var lykillinn að sigrinum en út af góðum varnarleik þá fylgdi sóknarleikur heimamanna í kjölfarið sem skóp að lokum 22 stiga sigur þeirra. Þegar tölfræðin er skoðuð sést að eftir að Haukar misstu boltann skoruðu ÍR-ingar 38 stig og munar um minna á meðan Haukar skoruðu 11 stig eftir að ÍR missti boltann sem sýnir að heimamenn fór einnig vel með boltann í sókn sinni.Hvað gekk illa?Satt best að segja þá gekk ekkert vel hjá Haukum og þar af leiðandi gekk allt illa hjá þeim. Hittni þeirra var ekki góð á löngum köflum, flæðið í sóknarleiknum var tregt og þeir misstu boltann allt of oft. Þá náðu þeir illa að halda mönnum fyrir framan sig í vörninni en menn eins og Matthías Orri Sigurðsson áttu greiða leið inn í vítateig gestanna og þar með í átt að körfunni.Tölfræði sem vekur athygli?Hertz-hellirinn er að verða að óvinnandi vígi. Stuðningsmenn þeirra hafa hátt og halda stuðning við lið sitt allan leikinn sem hefur núna þegar þetta er skrifað skilað ÍR fimm heimasigrum í röð. Þrátt fyrir að ÍR sé í neðri hluta deildarinnar getur ekkert lið komið í Breiðholtið og búist við því að fara þaðan með sigur í farteskinu. Ír eiga tvo heimaleiki eftir sem verða gífurlega mikilvægir í tilraun þeirra til að ná sæti í úrslitakeppninni en þeir halda áfram að pressa á liðin í næstu sætum fyrir ofan sig.Bestu menn vallarins?Matthías Orri Sigurðsson og Danero Thomas drógu vagninn fyrir sína menn í kvöld og held ég að það halli á engan þótt þeir séu teknir út fyrir sviga en allt ÍR liðið lagði sitt á vogarskálarnar í kvöld. Matthías skoraði 27 stig fyrir sína menn og var með 70% hittni á meðan Thomas setti 23 punkta á skýrsluna og stal að auki fimm boltum. Þá þarf að nefna Quincy Hankins-Cole sem skilaði góðu verki komandi af bekknum og eftir að hafa æft lítið undanfarið eftir meiðsli. Kappinn varði fimm skot, sendi sex stoðsendingar, náði sex fráköst, skoraði átta stig og stal einum bolta. Matthías Orri Sigurðsson: Getum orðið mjög hættulegir í úrslitakeppninni„Við vorum mjög tilbúnir í þennan leik, við vorum óánægðir með leik okkar á móti Grindavík um daginn og nýttum bikarhléið vel til að undirbúa okkur undir að sækja mjög mikilvæg stig á móti Haukum í kvöld og koma okkur enn betur í þessa baráttu um sætið í úrslitakeppninni“, sagði Matthías Orri einn af betri mönnum ÍR-inga í kvöld þegar hann var spurður út í leik sinna manna í kvöld á móti Haukum. Hann var spurður næst að því hvort það hafi ekki verið varnarleikur liðsins sem skilaði stigunum í Breiðholtið. „Já ásamt því að passa boltann sjálfir í okkar sóknarleik, Danero stal fullt af boltum enda með rosalegar hendur. Það á samt ekki að koma á óvart að við spilum góða vörn, við fæst eða næst fæst stig á okkur í deildinni þannig að við byggjum okkar leik á varnarleik og sóknin fylgir í kjölfarið. Við spiluðum góðan sóknarleik í kvöld, það er ekki oft sem við skorum 91 stig þannig að það er vel gert en vörnin er alltaf til staðar og við getum treyst á það.“ „Matthías var spurður út í sigurgöngu ÍR á heimavelli en það eru komnir fimm sigurleikir í röð „Þetta er heldur betur að verða að vígi hérna það var þvílík stemmning eins og þið sáuð kannski, ég veit ekki hvort þetta sé svona á nokkrum öðrum heimavelli á landinu. Þeir eiga mikið hrós enda koma þeir okkur í gang frá fyrstu mínútu og halda okkur við efnið. Það eru þeir og vörnin okkar sem gerir þennan völl að vígi.“ Matthías var að lokum beðin um að leggja mat á framhaldið í deildinni og sagði hann: „Við eigum held ég fimm leiki eftir og þyrftum að vinna 3 eða fjóra af þeim til að koma okkur í úrslitakeppnina og þá er það bara ný keppni og okkur finnst við eiga fullt inni, það vantar helling af leikmönnum og þegar allir eru orðnir heilir og komið er inn í úrslitakeppnina þá erum við mjög hættulegir.“Finnur Atli Magnússon: Með þessari spilamennsku hefðum við ekki unnið 10. flokkinn sem ég og Helena erum að þjálfaÞau voru ekki flókin svörin sem Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka gaf blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra tapið með einhverjum hætti. „Þetta var bara lélegt frá A til Ö.“ Hann var því næst spurður að því hvort Haukar hafi ekki verið tilbúnir í slaginn fyrir leik eða hvort þeir hafi vanmetið getu ÍR-inga. „Hvernig getum við sem lið í 10. sæti, vanmetið nokkuð lið í deildinni. Það vantar þá eitthvað í hausinn á okkur ef það er raunin eftir einhverja sex sigurleiki hjá okkur í deildinni. Ég veit ekki hvað ég á að segja eftir þennan leik. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en vorum ekki nema fjórum stigum undir og allir voru að peppa alla í klefanum og það hljómar allt ógeðslega vel en þegar við komum út og erum slegnir og þeir tala aðeins skít við okkur þá verðum við eins og litlir krakkar. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu og við hentum boltanum í burtu, menn sem halda því fram að þeir eigi heima í einhverjum landsliðshópum þeir voru óeðlilega lélegir í dag.“ „Það var svo margt sem var að í dag, við hendum boltanum allt of oft í burtu en æfingarnar eru búnar að vera mjög flottar og erum að koma nýjum kana inn í þetta. Hann gerði sitt besta og er það sem okkur vantar, smá kjöt inn í teiginn. Við vorum hinsvegar allir á hælunum eins og þeir segja.“ Finnur var að lokum spurður út í framhaldið í deildinni og hvað Haukar geta gert til að snúa dæminu við. „Við verðum bara að spila betur, við getum það vel. Ég er ekki að segja að við séum betri en ÍR en við erum ekki 22 stigum verri en þeir, erum held ég ekki 20 og eitthvað stigum verri en nokkurt lið í deildinni en við verðum bara að skoða okkar mál og fara yfir hvað við getum gert betur og mannað okkur upp eins og einhver sagði. Með þessari spilamennsku hefðum við ekki unnið 10. flokkinn sem ég og Helena erum að þjálfa. Plain and simple eins og maður segir á ensku, ef ég má sletta.“ÍR-Haukar 91-69 (24-15, 17-22, 26-14, 24-18)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Danero Thomas 23/4 fráköst/5 stolnir, Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12, Quincy Hankins-Cole 7/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Daði Berg Grétarsson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2.Haukar: Sherrod Nigel Wright 26/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 20/8 fráköst/3 varin skot, Finnur Atli Magnússon 12/6 fráköst, Haukur Óskarsson 7, Cedrick Taylor Bowen 2, Emil Barja 2, Kristján Leifur Sverrisson 0/5 fráköst.vísir/antonvísir/eyþórSveinbjörn Claessen sækir að körfu Hauka.Vísir/Eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira